Á skötuvaktinni í þrjátíu ár: „Maður þekkir bara nánast alla sem koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 11:05 Jóhannes í Múlakaffi hefur staðið skötuvaktina í yfir þrjátíu ár. Ilmandi skata er ómissandi þáttur í jólahefð fjölmargra landsmanna á Þorláksmessu. Dagurinn er einn sá stærsti á veitingahúsinu Múlakaffi, en eigandi segir vinsældir skötunnar aukast með ári hverju. Sjálfur var hann mættur á vaktina klukkan þrjú í nótt til að undirbúa daginn og á von á fjölmörgum gestum á öllum aldri. Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi. Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi.
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira