Enski boltinn

Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah hefur spilað vel með Liverpool liðinu á tímabilinu.
Mohamed Salah hefur spilað vel með Liverpool liðinu á tímabilinu. Getty/Andrew Powell

Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár.

Egypski framherjinn lagði áherslu á mikilvægi þess að fólkið á Gasasvæðinu myndi ekki gleymast.

„Jólin eru tími þar sem fjölskyldur koma saman og gleðjast. Vegna þess hrottafengna stríðs sem er í gangi í Miðausturlöndum, sérstaklega drápin og eyðileggingin á Gasaströndinni, þá höldum við upp á jólin í ár döpur í bragði. Við deilum sársaukanum með fjölskyldunum sem hafa misst ástvini,“ skrifaði Mohamed Salah á samfélagsmiðla.

Yfir tuttugu þúsund manns hafa dáið og yfir fimmtíu þúsund manns særst í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið síðan að stríðið hófst 7. október síðastliðinn Þetta er samkvæmt tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu.

Ísraelsmenn hertu árásir sínar yfir jólin og þá dóu 250 manns á einum sólarhring.

„Geriði það, ekki gleyma þeim. Ekki leyfa þjáningu þeirra að verða að vana,“ skrifaði Salah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×