Inga segir gráa hernum að halda stillingu sinni Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 10:03 Ef leggja ætti af persónuafslátt til handa þeim ellilífeyrisþegum sem búsettir eru erlendis núna þann 1. janúar næstkomandi, væri Inga Sæland enn á þinginu að berjast. Vísir/Vilhelm Lífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis – ellismellir og öryrkjar – eru í áfalli. Persónuafslætti verður hent út við greiðslur frá Tryggingastofnun 1. janúar. Þetta kemur fram í samtali Vísis við einn slíkan sem fékk svohljóðandi bréf í morgun eftir að hafa sent fyrirspurn í gær. Þetta gildir fyrir útborgun 1. janúar. Þetta er að sögn viðmælanda Vísis verulegt áfall fyrir fjölda fólks. Nema sérlegur málsvari þessa hóps á þingi er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og hún sendi frá sér tilkynningu í gær sem hún hvetur alla til að deila. Ástæðulaust sé að hafa áhyggjur því hún er á vaktinni. „Kæru vinir. Ég sé að Tryggingastofnun hefur aldeilis farið fram úr sér og tilkynnt hópi fólks að þau muni missa persónuafsláttinn sinn þann 1.jan. n.k. (2024) Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga útskýrir að sérstaklega hafi verið samið um þessa frestun á gildistöku til 1. janúar 2025. „Að öðrum kosti værum við enn í þinginu að berjast,“ segir Inga vígreif og bendir á lögin sjálf en í gildisákvæði 36. grein kemur fram að lögin öðlist gildi 1. janúar 2024 nema a-liður, 11. og 22. grein sem öðlast gildi 1. janúar 2025 og þar er einmitt kveðið á um persónuafsláttinn, segir Inga. „EKKI hafa áhyggjur ég geng í málið strax á morgun og læt laga þetta. Svo höldum við bara baráttunni áfram og notum nýja árið í að losna alveg við þetta andstyggðar ofbeldi stjórnvalda gagnvart öryrkjum og eldra fólki.“ TR leiðréttir sig Uppfært 11:10 Inga Sæland var, nú fyrir um hálftíma, að birta status þar sem hún segir liggja ljóst fyrir að verið sé að leiðrétta þessi „ömurlegu misstök sem Skatturinn ber ábyrgð á. Tryggingastofnun hefur keyrt kerfin sín í samræmi við tilmæli skattsins og þannig tekið persónuafsláttinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR ásamt því að hafa sent út yfirlit fyrir árið 2024.“ Inga segir að eftir gott samtal við fjármálastjóra Tryggingastofnunar í morgun liggi fyrir að TR greiðir út í dag og verið er að freista þess að ná að leiðrétta mistökin fyrir kl. 15. „Ef það gengur ekki upp tæknilega, munu allir fá leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan þann 2. jan. 2024. Þannig að ekki hafa áhyggjur við náðum að fresta þessum ljóta gjörningi til 1.jan 2025 og munum nýta næsta ár í að berjast gegn gildistöku þeirra yfirleitt.“ Inga að eigna sér heiðurinn Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það lélegt hjá Ingu Sæland að vilja ein eigna sér heiðurinn að lagabreytingunni sem frestaði gildistöku afnáms persónuafsláttar.Vísir/Vilhelm Því er svo við þessa frétt að bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur Ingu vera að slá ódýrar pólitískar keilur með því að eigna sér baráttu sem hún stóð sannarlega ekki ein í. Björn segir það hafa verið Píratar og Samfylking sem, auk Flokks fólksins, sáu um þær viðræður við meirihlutann með stuðningi Viðreisnar og Miðflokksins - að sjálfsögðu. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ segir Björn Leví. Íslendingar erlendis Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þetta kemur fram í samtali Vísis við einn slíkan sem fékk svohljóðandi bréf í morgun eftir að hafa sent fyrirspurn í gær. Þetta gildir fyrir útborgun 1. janúar. Þetta er að sögn viðmælanda Vísis verulegt áfall fyrir fjölda fólks. Nema sérlegur málsvari þessa hóps á þingi er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og hún sendi frá sér tilkynningu í gær sem hún hvetur alla til að deila. Ástæðulaust sé að hafa áhyggjur því hún er á vaktinni. „Kæru vinir. Ég sé að Tryggingastofnun hefur aldeilis farið fram úr sér og tilkynnt hópi fólks að þau muni missa persónuafsláttinn sinn þann 1.jan. n.k. (2024) Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga útskýrir að sérstaklega hafi verið samið um þessa frestun á gildistöku til 1. janúar 2025. „Að öðrum kosti værum við enn í þinginu að berjast,“ segir Inga vígreif og bendir á lögin sjálf en í gildisákvæði 36. grein kemur fram að lögin öðlist gildi 1. janúar 2024 nema a-liður, 11. og 22. grein sem öðlast gildi 1. janúar 2025 og þar er einmitt kveðið á um persónuafsláttinn, segir Inga. „EKKI hafa áhyggjur ég geng í málið strax á morgun og læt laga þetta. Svo höldum við bara baráttunni áfram og notum nýja árið í að losna alveg við þetta andstyggðar ofbeldi stjórnvalda gagnvart öryrkjum og eldra fólki.“ TR leiðréttir sig Uppfært 11:10 Inga Sæland var, nú fyrir um hálftíma, að birta status þar sem hún segir liggja ljóst fyrir að verið sé að leiðrétta þessi „ömurlegu misstök sem Skatturinn ber ábyrgð á. Tryggingastofnun hefur keyrt kerfin sín í samræmi við tilmæli skattsins og þannig tekið persónuafsláttinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR ásamt því að hafa sent út yfirlit fyrir árið 2024.“ Inga segir að eftir gott samtal við fjármálastjóra Tryggingastofnunar í morgun liggi fyrir að TR greiðir út í dag og verið er að freista þess að ná að leiðrétta mistökin fyrir kl. 15. „Ef það gengur ekki upp tæknilega, munu allir fá leiðréttingu og persónuafsláttinn sinn greiddan þann 2. jan. 2024. Þannig að ekki hafa áhyggjur við náðum að fresta þessum ljóta gjörningi til 1.jan 2025 og munum nýta næsta ár í að berjast gegn gildistöku þeirra yfirleitt.“ Inga að eigna sér heiðurinn Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það lélegt hjá Ingu Sæland að vilja ein eigna sér heiðurinn að lagabreytingunni sem frestaði gildistöku afnáms persónuafsláttar.Vísir/Vilhelm Því er svo við þessa frétt að bæta að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur Ingu vera að slá ódýrar pólitískar keilur með því að eigna sér baráttu sem hún stóð sannarlega ekki ein í. Björn segir það hafa verið Píratar og Samfylking sem, auk Flokks fólksins, sáu um þær viðræður við meirihlutann með stuðningi Viðreisnar og Miðflokksins - að sjálfsögðu. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ segir Björn Leví.
Íslendingar erlendis Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent