Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2023 13:03 Steinunn segist ekki vera viss um af hvaða bæ kindurnar séu þó hún hafi grun um það. Aðsend Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. Boðað var til viðburðarins í gær á Facebook, sem heitir einfaldlega „Björgum kindum í Þverárhlíð í Borgarfirði“ en hópurinn lagði af stað í leiðangurinn klukkan 12:30 frá N1 í Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir organgist í Borgarnesi er ein af skipuleggjendum ferðarinnar og þekkir vel til kindanna enda margoft búin að benda á ástand þeirra á samfélagsmiðlum og víðar. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ segir Steinunn. Hópurinn ætlar með hey til kindanna og kanna ástand þeirra en þær eru um tuttugu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn segist ekki vita nákvæmlega hvaðan kindurnar séu en hefur þú grun um af hvaða bæ þær eru, sem er undir eftirliti hjá Matvælastofnun. Hún segir að Borgarbyggð eigi að koma kindunum á hús. „Já, sveitarfélagið á að sjá um að útigangsfé sé smalað en það hefur ekki gert það þó maður hafi beðið um það. Matvælastofnun á að fylgja því eftir að það sé gert. Ég hafði samband við héraðsdýralækni núna í fyrradag og í gær og í gær staðfesti hún það eftir sveitarstjórnaraðila að það væri búið að bregðast við. Það væri búið að smala þessum kindum og koma þeim í skjól og gefa þeim. Ég fór og athugaði hvort það væri rétt og það var ekki rétt og það er mjög slæmt þegar sveitarstjórnaraðilar ljúga til um svona hluti,“ segir Steinunn og bætti við að ein kindin sé öll vafin í gaddavír og að hún sé búin að láta vita af því í mánuð án nokkurra viðbragða. Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi með hestinn Sörla en hún er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir ferðina í dag til að athuga með kindurnar og líðan þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Viðburðurinn eins og hann var auglýstur Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Boðað var til viðburðarins í gær á Facebook, sem heitir einfaldlega „Björgum kindum í Þverárhlíð í Borgarfirði“ en hópurinn lagði af stað í leiðangurinn klukkan 12:30 frá N1 í Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir organgist í Borgarnesi er ein af skipuleggjendum ferðarinnar og þekkir vel til kindanna enda margoft búin að benda á ástand þeirra á samfélagsmiðlum og víðar. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ segir Steinunn. Hópurinn ætlar með hey til kindanna og kanna ástand þeirra en þær eru um tuttugu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn segist ekki vita nákvæmlega hvaðan kindurnar séu en hefur þú grun um af hvaða bæ þær eru, sem er undir eftirliti hjá Matvælastofnun. Hún segir að Borgarbyggð eigi að koma kindunum á hús. „Já, sveitarfélagið á að sjá um að útigangsfé sé smalað en það hefur ekki gert það þó maður hafi beðið um það. Matvælastofnun á að fylgja því eftir að það sé gert. Ég hafði samband við héraðsdýralækni núna í fyrradag og í gær og í gær staðfesti hún það eftir sveitarstjórnaraðila að það væri búið að bregðast við. Það væri búið að smala þessum kindum og koma þeim í skjól og gefa þeim. Ég fór og athugaði hvort það væri rétt og það var ekki rétt og það er mjög slæmt þegar sveitarstjórnaraðilar ljúga til um svona hluti,“ segir Steinunn og bætti við að ein kindin sé öll vafin í gaddavír og að hún sé búin að láta vita af því í mánuð án nokkurra viðbragða. Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi með hestinn Sörla en hún er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir ferðina í dag til að athuga með kindurnar og líðan þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Viðburðurinn eins og hann var auglýstur
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira