Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2023 13:03 Steinunn segist ekki vera viss um af hvaða bæ kindurnar séu þó hún hafi grun um það. Aðsend Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. Boðað var til viðburðarins í gær á Facebook, sem heitir einfaldlega „Björgum kindum í Þverárhlíð í Borgarfirði“ en hópurinn lagði af stað í leiðangurinn klukkan 12:30 frá N1 í Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir organgist í Borgarnesi er ein af skipuleggjendum ferðarinnar og þekkir vel til kindanna enda margoft búin að benda á ástand þeirra á samfélagsmiðlum og víðar. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ segir Steinunn. Hópurinn ætlar með hey til kindanna og kanna ástand þeirra en þær eru um tuttugu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn segist ekki vita nákvæmlega hvaðan kindurnar séu en hefur þú grun um af hvaða bæ þær eru, sem er undir eftirliti hjá Matvælastofnun. Hún segir að Borgarbyggð eigi að koma kindunum á hús. „Já, sveitarfélagið á að sjá um að útigangsfé sé smalað en það hefur ekki gert það þó maður hafi beðið um það. Matvælastofnun á að fylgja því eftir að það sé gert. Ég hafði samband við héraðsdýralækni núna í fyrradag og í gær og í gær staðfesti hún það eftir sveitarstjórnaraðila að það væri búið að bregðast við. Það væri búið að smala þessum kindum og koma þeim í skjól og gefa þeim. Ég fór og athugaði hvort það væri rétt og það var ekki rétt og það er mjög slæmt þegar sveitarstjórnaraðilar ljúga til um svona hluti,“ segir Steinunn og bætti við að ein kindin sé öll vafin í gaddavír og að hún sé búin að láta vita af því í mánuð án nokkurra viðbragða. Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi með hestinn Sörla en hún er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir ferðina í dag til að athuga með kindurnar og líðan þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Viðburðurinn eins og hann var auglýstur Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Boðað var til viðburðarins í gær á Facebook, sem heitir einfaldlega „Björgum kindum í Þverárhlíð í Borgarfirði“ en hópurinn lagði af stað í leiðangurinn klukkan 12:30 frá N1 í Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir organgist í Borgarnesi er ein af skipuleggjendum ferðarinnar og þekkir vel til kindanna enda margoft búin að benda á ástand þeirra á samfélagsmiðlum og víðar. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ segir Steinunn. Hópurinn ætlar með hey til kindanna og kanna ástand þeirra en þær eru um tuttugu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn segist ekki vita nákvæmlega hvaðan kindurnar séu en hefur þú grun um af hvaða bæ þær eru, sem er undir eftirliti hjá Matvælastofnun. Hún segir að Borgarbyggð eigi að koma kindunum á hús. „Já, sveitarfélagið á að sjá um að útigangsfé sé smalað en það hefur ekki gert það þó maður hafi beðið um það. Matvælastofnun á að fylgja því eftir að það sé gert. Ég hafði samband við héraðsdýralækni núna í fyrradag og í gær og í gær staðfesti hún það eftir sveitarstjórnaraðila að það væri búið að bregðast við. Það væri búið að smala þessum kindum og koma þeim í skjól og gefa þeim. Ég fór og athugaði hvort það væri rétt og það var ekki rétt og það er mjög slæmt þegar sveitarstjórnaraðilar ljúga til um svona hluti,“ segir Steinunn og bætti við að ein kindin sé öll vafin í gaddavír og að hún sé búin að láta vita af því í mánuð án nokkurra viðbragða. Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi með hestinn Sörla en hún er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir ferðina í dag til að athuga með kindurnar og líðan þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Viðburðurinn eins og hann var auglýstur
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira