Fótbolti

Hissa á að meiddur Mitoma hafi verið tekinn með á Asíumótið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kaoro Mitoma hefur ekki getað leikið með Brighton undanfarið vegna meiðsla, en er nú á leið á Asíumótið með japanska landsliðinu.
Kaoro Mitoma hefur ekki getað leikið með Brighton undanfarið vegna meiðsla, en er nú á leið á Asíumótið með japanska landsliðinu. Vísir/Getty

Roberto de Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, segist vera ansi hissa á því að vængmaðurinn Kaoru Mitoma hafi verið kallaður inn í japanska landsliðið fyrir Asíumótið sem hefst í næstu viku.

Mitoma, sem er lykilmaður í liði Brighton, meiddist á ökkla í 1-1 jafntefli liðsins gegn Crystal Palace þann 21. desember síðastliðinn og hefur ekki getað leikið með liðinu síðan. De Zerbi staðfesti svo sjálfur að búist væri við því að Japaninn yrði frá keppni í allt að sex vikur.

Þrátt fyrir það var Mitoma í lokahóp japanska landsliðsins sem tekur þátt á Asíumótinu sem hefst í næstu viku. Mótið hefst föstudaginn 12. janúar og lýkur 10. febrúar, en fyrsti leikur japanska liðsins er gegn Víetnam sunnudaginn 14. febrúar.

„Ég er mjög hissa yfir þessu því læknateymið okkar hér segði mér að Mitoma þyrfti fjórar til sex vikur til að jafna sig af meiðslum sínum,“ sagði De Zerbi í viðtali fyrir leik Brighton gegn West Ham sem fram fer í kvöld.

„Fyrir mér er erfitt að sjá það fyrir mér að hann geti spilað á Asíumótinu.“

„En ég er mikill aðdáandi Mitoma og allra minna leikmanna. Þannig að ef að þeir geta spilað fyrir sín landslið þá er ég auðvitað glaður og stoltur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×