„Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. janúar 2024 09:01 Myndlistarmaðurinn Jakob Veigar ræddi við blaðamann um sýningu sem hann opnar næstkomandi laugardag. Saleh Rozati „Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar,“ segir listamaðurinn Jakob Veigar í samtali við blaðamann. Hann stendur fyrir sýningunni „I think, therefore I'm fucked“ sem opnar í Listasal Mosfellsbæjar næstkomandi laugardag. Úr byggingariðnaðinum í myndlistina Jakob Veigar er alinn upp í Hveragerði en býr og starfar í Vínarborg. Hann leiddist fremur seint inn á veg myndlistarinnar eftir að hafa snúið baki við starfi í byggingariðnaði til margra ára. Hann útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2016 og sem „Herr Magister“ í myndlist frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg 2019. Jakob Veigar starfaði lengi í byggingariðnaði en fetaði svo veg listarinnar.Saleh Rozati Titilinn „I think, therefore I'm fucked“ er að sögn Jakobs afbökun á orðum franska heimspekingsins René Descartes „I think, therefore I am“ eða „Ég hugsa, þar með er ég“. „Hugmyndin kom þegar ég var eitthvað að fíflast og var að láta taka myndir af mér í líki grísks stóuspekings á vinnustofunni minni í Vínarborg en hugmyndin sjálf er eitthvað sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi.“ Jakob Veigar í líki grísks stóuspekings.Saleh Rozati „Hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur“ Aðspurður hvort Jakob telji hugsanir almennt þvælast fyrir fólki svarar hann: „Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar. Við erum að missa stjórnina á hugsununum okkar í því offlæði upplýsinga sem við lifum í, þær fara að vinna á móti okkur. Maður er allt í einu orðinn ofurviðkvæmur og ofsakvíðinn yfir einhverju sem á sér kannski engan stað í raunveruleikanum en er samt heilagur sannleikur í hausnum á okkur. Við flykkjumst á hugleiðslu- og ísbaðsnámskeið til þess eins að reyna slökkva á hausnum og upplifa stundar frið innra með okkur. Í staðinn fyrir að nota rökhugsunina til þess að sía þær upplýsingar sem að okkur er haldið tökum við á móti öllu sem heilögum sannleika. Þá eyðum við engum tíma í kanna áreiðanleika og uppruna þeirra upplýsinga sem hellast yfir okkur, sem í sorglega mörgum tilfellum er bara rusl, hannað til þess að kveikja tilfinningar, mestmegnis ótta og hneykslun, og koma hausnum á okkur í einhvers konar þráhyggjuvirkni og við missum tenginguna við mennskuna.“ Jakob Veigar yfirfærir persónulega reynslu yfir á strigann.Saleh Rozati Listin sem er ofhugsuð endar í ruslinu Í fréttatilkynningu segir að Jakob Veigar sé listmálari sem notar einnig aðra miðla á borð við ljós, myndbönd og textíl. „Hann þróar listsköpun sína í mörgum lögum og er óhræddur við að prófa sig áfram. Innblásturinn fær hann úr tónlist, náttúrunni, arkitektúr og samfélaginu í kringum sig. Tónlistin lifnar við þar sem hvorki er byrjun né endir, aðeins augnablikið skiptir máli.“ Samkvæmt Jakobi verður besta listin til í flæði. „Ég á það til að ofhugsa listina en sú list endar oftar en ekki í ruslinu. Besta listin gerist þegar maður gefur henni frið til að gerast og maður treystir flæðinu. Ef ég hugsa of mikið í byrjun er hætta á því að verða of meðvitaður og listin deyr. Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo.“ Besta list Jakobs gerist að hans sögn í flæðinu.Saleh Rozati Sýningin opnar sem áður segir næsta laugardag 6. janúar í Listasal Mosfellsbæjar og stendur opnunin frá klukkan 14:00 til 16:00. „Hún hefur verið rúmt ár í vinnslu og varð til sem einhverskonar hliðarverkefni með sýningunni minni, megi hönd þín vera heil sem kláraðist núna í desember í Listasafni Árnesinga,“ segir Jakob Veigar að lokum. Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Úr byggingariðnaðinum í myndlistina Jakob Veigar er alinn upp í Hveragerði en býr og starfar í Vínarborg. Hann leiddist fremur seint inn á veg myndlistarinnar eftir að hafa snúið baki við starfi í byggingariðnaði til margra ára. Hann útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2016 og sem „Herr Magister“ í myndlist frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg 2019. Jakob Veigar starfaði lengi í byggingariðnaði en fetaði svo veg listarinnar.Saleh Rozati Titilinn „I think, therefore I'm fucked“ er að sögn Jakobs afbökun á orðum franska heimspekingsins René Descartes „I think, therefore I am“ eða „Ég hugsa, þar með er ég“. „Hugmyndin kom þegar ég var eitthvað að fíflast og var að láta taka myndir af mér í líki grísks stóuspekings á vinnustofunni minni í Vínarborg en hugmyndin sjálf er eitthvað sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi.“ Jakob Veigar í líki grísks stóuspekings.Saleh Rozati „Hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur“ Aðspurður hvort Jakob telji hugsanir almennt þvælast fyrir fólki svarar hann: „Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar. Við erum að missa stjórnina á hugsununum okkar í því offlæði upplýsinga sem við lifum í, þær fara að vinna á móti okkur. Maður er allt í einu orðinn ofurviðkvæmur og ofsakvíðinn yfir einhverju sem á sér kannski engan stað í raunveruleikanum en er samt heilagur sannleikur í hausnum á okkur. Við flykkjumst á hugleiðslu- og ísbaðsnámskeið til þess eins að reyna slökkva á hausnum og upplifa stundar frið innra með okkur. Í staðinn fyrir að nota rökhugsunina til þess að sía þær upplýsingar sem að okkur er haldið tökum við á móti öllu sem heilögum sannleika. Þá eyðum við engum tíma í kanna áreiðanleika og uppruna þeirra upplýsinga sem hellast yfir okkur, sem í sorglega mörgum tilfellum er bara rusl, hannað til þess að kveikja tilfinningar, mestmegnis ótta og hneykslun, og koma hausnum á okkur í einhvers konar þráhyggjuvirkni og við missum tenginguna við mennskuna.“ Jakob Veigar yfirfærir persónulega reynslu yfir á strigann.Saleh Rozati Listin sem er ofhugsuð endar í ruslinu Í fréttatilkynningu segir að Jakob Veigar sé listmálari sem notar einnig aðra miðla á borð við ljós, myndbönd og textíl. „Hann þróar listsköpun sína í mörgum lögum og er óhræddur við að prófa sig áfram. Innblásturinn fær hann úr tónlist, náttúrunni, arkitektúr og samfélaginu í kringum sig. Tónlistin lifnar við þar sem hvorki er byrjun né endir, aðeins augnablikið skiptir máli.“ Samkvæmt Jakobi verður besta listin til í flæði. „Ég á það til að ofhugsa listina en sú list endar oftar en ekki í ruslinu. Besta listin gerist þegar maður gefur henni frið til að gerast og maður treystir flæðinu. Ef ég hugsa of mikið í byrjun er hætta á því að verða of meðvitaður og listin deyr. Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo.“ Besta list Jakobs gerist að hans sögn í flæðinu.Saleh Rozati Sýningin opnar sem áður segir næsta laugardag 6. janúar í Listasal Mosfellsbæjar og stendur opnunin frá klukkan 14:00 til 16:00. „Hún hefur verið rúmt ár í vinnslu og varð til sem einhverskonar hliðarverkefni með sýningunni minni, megi hönd þín vera heil sem kláraðist núna í desember í Listasafni Árnesinga,“ segir Jakob Veigar að lokum.
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira