Auður Haralds er látin Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 11:23 Fyrsta skáldsaga Auðar Haralds kom út árið 1979. Aðsend Auður Haralds rithöfundur er látin, 76 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir stutt veikindi. Greint er frá andlátinu í tilkynningu frá Rithöfundasambandi Íslands. „Auður fæddist í Reykjavík þann 11. desember 1947. Hún starfaði sem blaðamaður, þýðandi, útvarpskona og pistlahöfundur og sinnti verslunar-, skrifstofu- og verksmiðjustörfum. Fyrsta skáldsaga Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, kom út árið 1979. Hún vakti mikla athygli og opnaði umræðu í samfélaginu um heimilisofbeldi og kvennakúgun. Auður Haralds.Aðsend Auður fylgdi þeirri bók eftir með bókinni Læknamafían, lítil pen bók, sem út kom 1980, þar sem ráðist er að fjandsamlegu kerfi og hvunndagshetjan berst áfram gegn kvenfjandsamlegum viðhorfum. Hlustið þér á Mozart? kom út 1982 en verkið er íronísk ádeilda á innantómt líf heimavinnandi húsmóður sem les formúlukenndar ástarsögur til að drepast ekki úr leiðindum. Síðar gerði Auður makalaust grín að þeirri bókmenntategund í Ung, há, feig og ljóshærð sem er paródía á slíkar ástarsögur. Auður skrifaði barnabækurnar um prakkarann Elías, þá fyrstu skrifaði hún ásamt Valdísi Óskarsdóttur. Unglingabókin Baneitrað samband á Njálsgötunni kom út 1985 en síðar var gerð leikgerð eftir henni sem sett var á svið í Íslensku óperunni og víðar. Auður tilheyrir þeim hópi kvenrithöfunda sem hætti að mestu að skrifa á níunda áratugnum en árið 2007 skrifaði hún Litlu, rauðhærðu stúlkuna, barnabók með myndskreytingum eftir Vigdísi Hlíf Sigurðardóttur. Árið 2000 birtist eftir Auði framhaldssaga á vefritinu Skrik.is en kom síðan út á bók 2022 og nefnist Hvað er Drottinn að drolla? Heimir Már Pétursson hitti á Auði sumarið 2022 þar sem hún seldi bókina fyrir utan Melabúðina. Auður lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Ösp, Símon og Daníel og þrjú barnabörn. Dóttir Auðar, Sara María, lést árið 2019,“ segir í tilkynningunni. Andlát Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. 10. júní 2022 20:31 Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Greint er frá andlátinu í tilkynningu frá Rithöfundasambandi Íslands. „Auður fæddist í Reykjavík þann 11. desember 1947. Hún starfaði sem blaðamaður, þýðandi, útvarpskona og pistlahöfundur og sinnti verslunar-, skrifstofu- og verksmiðjustörfum. Fyrsta skáldsaga Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, kom út árið 1979. Hún vakti mikla athygli og opnaði umræðu í samfélaginu um heimilisofbeldi og kvennakúgun. Auður Haralds.Aðsend Auður fylgdi þeirri bók eftir með bókinni Læknamafían, lítil pen bók, sem út kom 1980, þar sem ráðist er að fjandsamlegu kerfi og hvunndagshetjan berst áfram gegn kvenfjandsamlegum viðhorfum. Hlustið þér á Mozart? kom út 1982 en verkið er íronísk ádeilda á innantómt líf heimavinnandi húsmóður sem les formúlukenndar ástarsögur til að drepast ekki úr leiðindum. Síðar gerði Auður makalaust grín að þeirri bókmenntategund í Ung, há, feig og ljóshærð sem er paródía á slíkar ástarsögur. Auður skrifaði barnabækurnar um prakkarann Elías, þá fyrstu skrifaði hún ásamt Valdísi Óskarsdóttur. Unglingabókin Baneitrað samband á Njálsgötunni kom út 1985 en síðar var gerð leikgerð eftir henni sem sett var á svið í Íslensku óperunni og víðar. Auður tilheyrir þeim hópi kvenrithöfunda sem hætti að mestu að skrifa á níunda áratugnum en árið 2007 skrifaði hún Litlu, rauðhærðu stúlkuna, barnabók með myndskreytingum eftir Vigdísi Hlíf Sigurðardóttur. Árið 2000 birtist eftir Auði framhaldssaga á vefritinu Skrik.is en kom síðan út á bók 2022 og nefnist Hvað er Drottinn að drolla? Heimir Már Pétursson hitti á Auði sumarið 2022 þar sem hún seldi bókina fyrir utan Melabúðina. Auður lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Ösp, Símon og Daníel og þrjú barnabörn. Dóttir Auðar, Sara María, lést árið 2019,“ segir í tilkynningunni.
Andlát Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. 10. júní 2022 20:31 Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. 10. júní 2022 20:31