Formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum og fylgið sögulega lágt Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2024 17:58 Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar telur fullvíst að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum áður en vorþingi lýkur. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei verið jafn illa undirbúinn undir kosningar og núna segir Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður flokksins. Flokkurinn hafi aldrei mælst með minna fylgi í könnunum og formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum. Páll Magnússon, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ófarir flokksins í Facebook-færslu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup - síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum. Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll í færslunni. Páll skrifar að Bjarni Benediktsson segi líka „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ sem sé líklega rangt mat. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði,“ skrifar Páll. Rétta fólki pensla til að útmála flokkinn sem spilltann Páll segir einnig að „einn gamall og harðkjarna Sjálfstæðismaður“ hafi spurt sig „Þurfum við alltaf að vera að rétta bæði málningarfötu og pensil upp í hendurnar á þeim sem vilja útmála flokkinn sem spilltan og klíkustýrðan?“ í tilefni af „sendiherrabixinu um daginn.“ Páll á þar án efa við sendiherraskipun Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni sem vakti töluverða athygli. „Ofan á þetta bætist svo að tvö umdeildustu málin sem heyra undir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og hafa gert lengi, orkumálin og útlendingamálin, eru í hreinum ólestri,“ skrifar Páll áfram og klykkir út með stórum lokaorðum: „Það er stundum sagt að flokkar þurfi alltaf að vera reiðubúnir í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei í sögu sinni verið jafn illa undir þær búinn og einmitt núna.“ Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ófarir flokksins í Facebook-færslu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup - síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum. Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll í færslunni. Páll skrifar að Bjarni Benediktsson segi líka „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ sem sé líklega rangt mat. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði,“ skrifar Páll. Rétta fólki pensla til að útmála flokkinn sem spilltann Páll segir einnig að „einn gamall og harðkjarna Sjálfstæðismaður“ hafi spurt sig „Þurfum við alltaf að vera að rétta bæði málningarfötu og pensil upp í hendurnar á þeim sem vilja útmála flokkinn sem spilltan og klíkustýrðan?“ í tilefni af „sendiherrabixinu um daginn.“ Páll á þar án efa við sendiherraskipun Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni sem vakti töluverða athygli. „Ofan á þetta bætist svo að tvö umdeildustu málin sem heyra undir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og hafa gert lengi, orkumálin og útlendingamálin, eru í hreinum ólestri,“ skrifar Páll áfram og klykkir út með stórum lokaorðum: „Það er stundum sagt að flokkar þurfi alltaf að vera reiðubúnir í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei í sögu sinni verið jafn illa undir þær búinn og einmitt núna.“
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira