Enski boltinn

„Hann verður að halda á­fram að brosa og vera já­kvæður“

Dagur Lárusson skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. Vísir/Getty

Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Preston North End í FA-bikarnum í gær.

Pochettino talaði sérstaklega um þá Armando Broja og Enzo Fernandez.

„Ég held að markið sem Broja skoraði muni gera mikið fyrir sjálfstraustið hans. Hann ætti að brosa núna, vera jákvæður og breyta líkamstjáningu sinni. Ég held að ef hann gerir það þá mun hann halda áfra að bæta sig,“ byrjaði Pochettino að segja.

Enzo Fernandez kom inná í leiknum í fyrsta sinn eftir meiðsli sem hann hefur verið að glíma við síðustu vikurnar.

„Eftir því sem líða fór á leikinn þá fór liðið að spila betur og það var mikilvægt að sjá Enzo koma inná og sjá að hann getur aftur spilað með okkur í svona leikjum,“ endaði Pochettino á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×