Land rís enn og áfram talið líklegast að gjósi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2024 13:17 Áframhaldandi landris mælist við Svartsengi. Vísir/Vilhelm Land rís áfram jafnt og þétt við Svartsengi og það er mat náttúruvársérfræðinga að líklegast sé að þessi atburður endi með gosi líkt og gerðist þann 18. desember. Tugir skjálfta mælast á svæðinu á hverjum sólarhring. Landris mælist enn við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga og eru vísbendingar um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp. „Við gáfum út tilkynningu um að það hefði hægt á sér en það virðist ekki hafa hægt á sér þegar horft er til aðeins lengri tímaramma þá er þetta bara nokkuð jafnt og þétt og heldur áfram,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún bendir á að ýmislegt geti gerst í kjölfar landriss en líklegast sé að atburðarásin endi í gosi líkt og 8. desember síðastliðinn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í Morgunblaðinu að honum þyki líklegt að kvikugeymslan sé að fyllast og hún komin að þolmörkum. Sé það tilfellið gæti gosið, jafnvel á næstu dögum að mati Þorvaldar. „Það er líklegast að þetta endurtaki sig í raun og veru, það verði einhvers konar kvikuhlaup í austurátt og þá sé líklegast að það komi mögulega upp á milli Hagafells og Stóra-Skógfells eins og gerðist í desember.“ Tugir jarðskjálfta mælast enn á sólarhring á svæðinu. „Við höfum verið að sjá mjög jafna skjálftavirkni síðan gaus. Þetta hafa verið yfirleitt í kringum, sirka hundrað og fimmtíu skjálftar á dag en þeir eru aðeins færri núna en það er nú aðallega af því að það er hvasst og veður hefur áhrif á það hversu næmt kerfið er eins og til dæmis í gær þá voru þetta 48 skjálftar á sólarhring og það má líklega kenna veðrinu um það allt og má ætla að það verði svipað í dag á meðan það er hvasst, segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn mælist landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga samkvæmt GPS gögnum Veðurstofunnar. 6. janúar 2024 18:49 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Landris mælist enn við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga og eru vísbendingar um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp. „Við gáfum út tilkynningu um að það hefði hægt á sér en það virðist ekki hafa hægt á sér þegar horft er til aðeins lengri tímaramma þá er þetta bara nokkuð jafnt og þétt og heldur áfram,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún bendir á að ýmislegt geti gerst í kjölfar landriss en líklegast sé að atburðarásin endi í gosi líkt og 8. desember síðastliðinn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í Morgunblaðinu að honum þyki líklegt að kvikugeymslan sé að fyllast og hún komin að þolmörkum. Sé það tilfellið gæti gosið, jafnvel á næstu dögum að mati Þorvaldar. „Það er líklegast að þetta endurtaki sig í raun og veru, það verði einhvers konar kvikuhlaup í austurátt og þá sé líklegast að það komi mögulega upp á milli Hagafells og Stóra-Skógfells eins og gerðist í desember.“ Tugir jarðskjálfta mælast enn á sólarhring á svæðinu. „Við höfum verið að sjá mjög jafna skjálftavirkni síðan gaus. Þetta hafa verið yfirleitt í kringum, sirka hundrað og fimmtíu skjálftar á dag en þeir eru aðeins færri núna en það er nú aðallega af því að það er hvasst og veður hefur áhrif á það hversu næmt kerfið er eins og til dæmis í gær þá voru þetta 48 skjálftar á sólarhring og það má líklega kenna veðrinu um það allt og má ætla að það verði svipað í dag á meðan það er hvasst, segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn mælist landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga samkvæmt GPS gögnum Veðurstofunnar. 6. janúar 2024 18:49 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39 Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Enn mælist landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi með svipuðum hraða og undanfarna daga samkvæmt GPS gögnum Veðurstofunnar. 6. janúar 2024 18:49
Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5. janúar 2024 18:39
Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55