Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 08:00 Það eru þó nokkrir leikir við sjóndeildarhringinn sem gætu verið efnilegir. Vísir/Sara Auk dauðans er tíminn eini fasti tilverunnar. Tíminn flæðir áfram eins og stórfljót og öll sitjum við föst í þungum straumum hans, þar til við sökkvum, eitt af öðru, og hverfum af þessu sviði sem alheimurinn er. Áður en maður veit af hafa árin svifið hjá og skilið lítið sem ekkert eftir sig, jú, nema tölvuleiki. Nýtt ár þýðir nýir tölvuleikir og það er von á mörgum efnilegum slíkum á þessu ári. Sjá einnig: Ævintýraleikir fyrirferðarmiklir á góðu ári Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leikina sem eiga að koma út á þessu ári. Árið sem er að hefjast lítur ágætlega út en vert er að taka fram að útgáfudagar taka oft miklum breytingum. Prince of Persia: The Lost Crown Síðasti Prince of Persia-leikurinn kom út árið 2010 og var það The Forgotten Sands. Nú hafa þau hjá Ubisoft ákveðið að stíga aftur á sandinn með leiknum The Lost Crown þar sem spilarar þurfa að setja sig í spor Sargon og koma heiminum til bjargar. The Lost Crown er svokallaður „platformer“ þar sem spilarar þurfa að hoppa og skoppa í gegnum gildrur og berjast við skrímsli og óvætti. Prince of Persia: The Lost Crown kemur út þann 15. janúar á PC og allar leikjatölvur. Tekken 8 Tekken-leikirnir hafa um árabil notið gífurlegra vinsælda en fyrsti leikurinn í bardagaleikjaseríunni kom út árið 1994 á spilakassa. Nú verður sögunni um Mishima-blóðlínuna haldið áfram en í síðasta leik sigraði Kazuya Mishima föður sinn Heihachi og heldur hann áfram tilraunum sínum til að ná heimsyfirráðum, eða eitthvað. Þetta þarf ekkert að vera flókið. Spilarar velja milli 32 bardagakappa og berja óvini sína til bana. Tekken 8 kemur út þann 26. janúar á PC, PlayStation og Xbox. Suicide Squad: Kill the Justice League Eftir að Brainiac nær stjórn á Superman, Batman og öðrum hetjum Justice League, þurfa dusilmennin í Suicide Squad að bjarga heiminum. Um er að ræða fjölspilunarleik þar sem spilarar taka höndum saman til að berjast við ofurhetjur. Þessi leikur var einnig á listanum í fyrra og átti að koma út í maí. Útgáfu hans var þó frestað um tæpt ár skömmu eftir prufanir þar sem leikurinn féll ekki í kramið hjá spilurum. Töfin var þá eingöngu svo hægt yrði að fínpússa leikinn og stóð ekki til að gera miklar breytingar á honum. Suicide Squad: Kill the Justice League kemur út þann 30. janúar á PC, PlayStation og Xbox. Helldivers 2 Þriðju persónu, fjölspilunarskotleikurinn Helldivers 2 er, eins og nafnið gefur til kynna, framhald leiksins Helldivers. Í þessum leik taka fjórir spilarar höndum saman og berjast gegn stærðarinnar pöddu-geimverum og öðrum ógnum. Söguheimur leikjanna líkist mjög söguheimi Starship Troopers myndanna, frekar en söguheimi bókarinnar, eins og sjá má í stiklum hans. Helldivers 2 kemur ú þann 8. febrúar á PC og PlayStation. Skull and Bones Í fyrra skrifaði ég að nú hlyti að koma að þessu. Svo reyndist augljóslega ekki en núúúúna hlýtur þetta að gerast. Framleiðsla Skull and Bones virðist hafa gengið hrikalega í gegnum árin en hún hófst eftir að Assassin‘s Creed: Black Flag kom út árið 2013. Þetta er enn einn fjölspilunarleikurinn þar sem spilarar setja á sig staurfætur sjóræningja á Indlandshafi. Þar berjast þeir við aðra spilara og tölvustýrðar áhafnir skipa um farm þeirra og gull og gersemar. Skull and Bones rataði fyrst á lista í „Leikirnir sem beðið er eftir“-grein árið 2018! Skull and Bones hlýtur að koma út þann 13. febrúar á PC, PlayStation og Xbox. Homeworld 3 Fyrsti leikurinn í Homeworld seríunni kom út árið 1999 og sá síðasti, Deserts of Kharak, kom út árið 2016. Hann gerðist þó ekki í geimnum og fékk ekki frábærar móttökur, þó leikurinn hafi verið sá fínasti. Nú ætla starfsmenn Blackbird Interactive að reyna að fanga sömu stemninguna og gerði leikina í seríunni svo vinsæla, með flóknum og taktískum geimorustum sem spilast í þrívídd. Homeworld 3 kemur út þann 8. mars á PC. Dragon's Dogma 2 Capcom ætlar að gefa út nýjan Dragon's Dogma leik á árinu. Nýr Arisen stingur upp kollinum í söguheimi Dragon's Dogma, sem er hin klassíska hetja sem þarf að bjarga öllu, spilarar geta mótað hana eftir sínu höfði og myndað hóp hetja til að bjarga heiminum. Þetta er einspilunarleikur en Capcom heitir því að spilurum muni finnast hinar hetjur leiksins, sem kallast peð, mjög raunverulegar. Dragon's Dogma 2 kemur út þann 22. mars á PC, PlayStation og Xbox. Rise of the Ronin Leikurinn Rise of the Ronin gerist í Japan árið 1863. Tokugawa-ættin hefur stjórnað Japan með harðri hendi í þrjár aldir en mikil óreiða myndast í landinu vegna fjölda evrópskra skipa sem ná að ströndum landsins. Spilarar setja sig í spor hermanns án lávarðs en Sony segir að ákvarðanir spilara í leiknum muni hafa mikil áhrif á framvindu hans. Rise of the Ronin kemur út þann 22. mars á PlayStation. South Park: Snow Day Nýi krakkinn í South Park mun upplifa enn eitt ævintýrið með þeim Cartman, Kyle, Stan, Kenny og félögum á árinu. Þessi hlutverka- og samspilunarleikur gerist á degi þar sem krakkarnir í South Park fá frí í skólanum vegna mikillar snjókomu. South Park: Snow Day kemur út þann 26. mars á PC, PlayStation, Xbox og Nintendo Switch. Destiny 2: The Final Shape Destiny leikirnir tveir frá Bungie hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin. The Final Shape er áttundi hins vinsæla fjölspilunarleikjar Destiny 2 en honum er ætlað að binda hnút á sögu leikjanna sem sögð hefur verið á undanförnum tíu árum. Destiny 2: The Final Shape kemur út þann 4. júní. Black Myth: Wukong Ævintýraleikurinn Black Myth: Wukong er gerður af kínversku fyrirtæki og byggir á fornum kínverskum goðsögnum. Spilun leiksins virðist bera kem Dark Souls leikjanna en spilarar leika hetju sem þarf að ferðast um Kína og berjast við forn skrímsli og óvætti. Black Myth: Wukong kemur út þann 20. ágúst á PC, PlayStation og Xbox. Warhammer 40K: Space Marine 2 Geim-landgönguliðinn ofurmennski, Titus, snýr aftur á þessu ári. Hann átti að vísu að gera það í fyrra en útgáfu Space Marine 2 var frestað svo meiri tími fengist til að fínpússa leikinn. Sem Titus þurfa spilarar að aðstoðar keisaraveldið við að verjast hjörðum Tyranids, en það eru kvikyndi frá annarrai vetrarbraut sem hafa það eina markmið að éta lífræn efni alheimsins, í einföldu máli sagt. Hægt er að spila leikinn einn, en einnig er hægt að spila hann með tveimur öðrum. Warhammer 40K: Space Marine 2 kemur út þann 9. september á PC, PlayStation og Xbox. Leikir sem hafa ekki enn fengið útgáfudag Ark 2 Það er nokkuð langt liði frá því fyrsta stiklan fyrir Ark 2 var sýnd, þar sem Vin Diesel stakk óvænt upp kollinum sem aðalpersónan. Síðan þá hefur tiltölulega lítið heyrst af leiknum, sem er framhald vinsæls leiks sem gengur út á að lifa af á skringilegri plánetu með risaeðlum, öðrum skrímslum og öðrum spilurum. Ark 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út undi lok ársins á PC og Xbox. Avowed Fyrstu persónu ævintýra- og hlutverkaleikurinn Avowed er gerður af Obsidian Entertainment og gerist í sama söguheimi og Pillars of Eternity leikirnir sem fyrirtækið hefur gefið út á undanförnum árum. Í leiknum munu spilarar geta beitt sverðum, byssum og göldrum til að bjarga heiminum. Avowed er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. Hades 2 Hades varð tiltölulega óvænt einn af vinsælustu og bestu leikjum ársins 2020 og það kom eiginlega ekki til greina að gera ekki framhald. Í báðum leikjunum berjast spilarar í undirheimum grískrar goðafræði í dýflissum. Í fyrri leiknum stýrðu spilarar Zagreus, syni Hadesar, en í þessum leik er það dóttir Hadesar, Melinoë, sem er í aðalhlutverki. Hades 2 er ekki kominn með útgáfudag en fær forútgáfu (Early access) á öðrum ársfjórðungi. Hann kemur út á PC, PlayStation og Xbox. S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl Útgáfu S.T.A.L.K.E.R. 2 hefur verið frestað nokkrum sinnum á undanförnum árum en hann átti upprunalega að koma út árið 2012. Leikurinn er framleiddur af úkraínsku fyrirtæki og innrás Rússa hefur komið verulega niður á vinnu GSC World. Um er að ræða sko/hryllingsleik sem gerist á Tsjernobyl-svæðinu og er Stalker 2 framhald Stalker: Shadow of Chernobyl. Spilara munu að þessu sinni leika majórinn Alexander Degtyarev sem hafa verið sendir á svæðið til að leysa nýja ráðgátu. Í söguheimi Stalker er geislavirkni ekki það eina sem finna má í kringum kjarnorkuverið í Chernobyl heldur einkennileg fyrirbæri sem hafa áhrif á umhverfið í kringum þau og ýmis skrímsli. Eitthvað fyrir alla. Stalker 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta þessa árs á PC og Xbox. Senua's Saga: Hellblade 2 Þessi leikur er framhald leiksins Hellblade: Senua's Sacrifice sem kom út árið 2017. Hann fjallaði um Senua sem er stríðskona frá Orkneyjum og tilraunir hennar til að bjarga sál kærasta síns frá helvíti eftir að þorpið þeirra eru þurrkað út af víkingum. Senua þjáist af geðrænum vandamálum og fékk fyrri leikurinn mikið hrós fyrir að túlka slík vandræði vel. Að þessu sinni er Senua á Íslandi að berjast við myrkraöfl. Senua's Saga: Hellblade 2 ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. Star Wars Outlaws Leikurinn Star Wars Outlaws er framleiddur af Ubisoft. Hann er þriðju persónu ævintýraleikur sem fjallar um útlagann Kay Vess og félaga hennar/leikfangið Nix, sem ætla að reyna stærsta rán ytri sólkerfanna. Spilarar munu meðal annars heimsækja Tatooine, Kijimi og Akiva, auk annarra pláneta, en leikurinn gerist milli Empire Strikes Back og Return of the Jedi. Star Wars Outlaws er ekki kominn með útgáfudag en á ð koma út á árinu fyrir PC, PlayStation og Xbox. Ara: History Untold Þeir eru margir leikirnir sem gera spilurum kleift að byggja upp þjóðir frá grunni. Ara þykir þó sérstaklega efnilegur á þessu sviði, þar sem spilarar fá auðan striga til að byggja upp siðmenningu og keppa við aðrar. Ara: History Untold er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC. Microsoft Flight Simulator 2024 Nýjast kynslóð flughermis Microsoft á að líta dagsins ljós á þessu ári. Leikurinn byggir, eins og sá síðasti, á Asobo-vél Microsoft. Hún gerði starfsmönnum fyrirtækisins kleift að gera einstaklega nákvæmt kort af öllum heiminum, sem byggir á gervihnattamyndum, hæðakortum og götumyndum. Að þessu sinni verður hægt að taka að sér verkefni eins og fraktflutninga, björgunarflug og ýmislegt annað. Microsoft Flight Simulator 2024 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. Vampire: The Masquerade – Bloodlines 2 Leikurinn með þrjú nöfn. Vampire: The Masquerade – Bloodlines 2 er framhald leiks sem kom út árið 2004. Framleiðsla þessa leiks hefur gengið illa í gegnum árin og hefur leiknum ítrekað verið frestað. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor fornrar vampíru sem er nývöknuð eftir aldalangan blund, í Seattle og þurfa að læra að fóta sig í nýjum heimi. Spilarar geta valið mismunandi ættbálka vampíra til að tilheyra í leiknum, sem hefur áhrif á framvindu sögunnar. Vampire: The Masquerade – Bloodlines 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PlayStation og Xbox. Dune: Awakening Starfsmenn Funcom, sem eru hvað þekktastir fyrir Conan Exiles leikinn, ætla sér að gera aftur stóra hluti á sviði fjölspilunarleikja með Dune: Awakening. Þessi leikur gerist á krydd/eyðimerkur-plánetunni Arraks úr sögum Franks Herbert. Þar eiga spilarar að lifa af, mynda fylkingar og berjast við aðrar um kryddið svokallaða í risastórum opnum heimi. Dune: Awakening er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PlayStation og Xbox. Árið hjá PlayStation Hér að neðan má svo sjá stutt myndband frá Sony, þar sem farið er yfir það helsta sem á að koma út á PlayStation á þessu ári. Leikjavísir Kafað dýpra Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Hjól tímans rúllar sífellt áfram og tölvuleikirnir fylgja með. Tölvuleikjaiðnaðurinn verður sífellt umfangsmeiri og leikirnir fleiri og stærri. Fyrstu mánuði ársins 2023 verður lítið um stóra drætti en von er á stórum leikjum seinna meir. 5. janúar 2023 08:45 Leikirnir sem beðið er eftir Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós. 7. janúar 2022 08:00 Leikirnir sem beðið er eftir Fyrir tölvuleikjaspilara er það endalaus barátta að bíða eftir næsta „geggjaða“ leik. Um leið og sá kemur út, hefst biðin eftir þeim næsta. Árið 2021 virðist ekki ætla að vera öðruvísi og er nokkuð um stórar útgáfur á árinu. 6. janúar 2021 08:31 Leikirnir sem beðið er eftir Þótt síðasta ár hafi að einhverju leyti valdið vonbrigðum varðandi útgáfu tölvuleikja er útlit fyrir að árið sem nú er byrjað geri það alls ekki. 7. janúar 2020 08:45 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nýtt ár þýðir nýir tölvuleikir og það er von á mörgum efnilegum slíkum á þessu ári. Sjá einnig: Ævintýraleikir fyrirferðarmiklir á góðu ári Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leikina sem eiga að koma út á þessu ári. Árið sem er að hefjast lítur ágætlega út en vert er að taka fram að útgáfudagar taka oft miklum breytingum. Prince of Persia: The Lost Crown Síðasti Prince of Persia-leikurinn kom út árið 2010 og var það The Forgotten Sands. Nú hafa þau hjá Ubisoft ákveðið að stíga aftur á sandinn með leiknum The Lost Crown þar sem spilarar þurfa að setja sig í spor Sargon og koma heiminum til bjargar. The Lost Crown er svokallaður „platformer“ þar sem spilarar þurfa að hoppa og skoppa í gegnum gildrur og berjast við skrímsli og óvætti. Prince of Persia: The Lost Crown kemur út þann 15. janúar á PC og allar leikjatölvur. Tekken 8 Tekken-leikirnir hafa um árabil notið gífurlegra vinsælda en fyrsti leikurinn í bardagaleikjaseríunni kom út árið 1994 á spilakassa. Nú verður sögunni um Mishima-blóðlínuna haldið áfram en í síðasta leik sigraði Kazuya Mishima föður sinn Heihachi og heldur hann áfram tilraunum sínum til að ná heimsyfirráðum, eða eitthvað. Þetta þarf ekkert að vera flókið. Spilarar velja milli 32 bardagakappa og berja óvini sína til bana. Tekken 8 kemur út þann 26. janúar á PC, PlayStation og Xbox. Suicide Squad: Kill the Justice League Eftir að Brainiac nær stjórn á Superman, Batman og öðrum hetjum Justice League, þurfa dusilmennin í Suicide Squad að bjarga heiminum. Um er að ræða fjölspilunarleik þar sem spilarar taka höndum saman til að berjast við ofurhetjur. Þessi leikur var einnig á listanum í fyrra og átti að koma út í maí. Útgáfu hans var þó frestað um tæpt ár skömmu eftir prufanir þar sem leikurinn féll ekki í kramið hjá spilurum. Töfin var þá eingöngu svo hægt yrði að fínpússa leikinn og stóð ekki til að gera miklar breytingar á honum. Suicide Squad: Kill the Justice League kemur út þann 30. janúar á PC, PlayStation og Xbox. Helldivers 2 Þriðju persónu, fjölspilunarskotleikurinn Helldivers 2 er, eins og nafnið gefur til kynna, framhald leiksins Helldivers. Í þessum leik taka fjórir spilarar höndum saman og berjast gegn stærðarinnar pöddu-geimverum og öðrum ógnum. Söguheimur leikjanna líkist mjög söguheimi Starship Troopers myndanna, frekar en söguheimi bókarinnar, eins og sjá má í stiklum hans. Helldivers 2 kemur ú þann 8. febrúar á PC og PlayStation. Skull and Bones Í fyrra skrifaði ég að nú hlyti að koma að þessu. Svo reyndist augljóslega ekki en núúúúna hlýtur þetta að gerast. Framleiðsla Skull and Bones virðist hafa gengið hrikalega í gegnum árin en hún hófst eftir að Assassin‘s Creed: Black Flag kom út árið 2013. Þetta er enn einn fjölspilunarleikurinn þar sem spilarar setja á sig staurfætur sjóræningja á Indlandshafi. Þar berjast þeir við aðra spilara og tölvustýrðar áhafnir skipa um farm þeirra og gull og gersemar. Skull and Bones rataði fyrst á lista í „Leikirnir sem beðið er eftir“-grein árið 2018! Skull and Bones hlýtur að koma út þann 13. febrúar á PC, PlayStation og Xbox. Homeworld 3 Fyrsti leikurinn í Homeworld seríunni kom út árið 1999 og sá síðasti, Deserts of Kharak, kom út árið 2016. Hann gerðist þó ekki í geimnum og fékk ekki frábærar móttökur, þó leikurinn hafi verið sá fínasti. Nú ætla starfsmenn Blackbird Interactive að reyna að fanga sömu stemninguna og gerði leikina í seríunni svo vinsæla, með flóknum og taktískum geimorustum sem spilast í þrívídd. Homeworld 3 kemur út þann 8. mars á PC. Dragon's Dogma 2 Capcom ætlar að gefa út nýjan Dragon's Dogma leik á árinu. Nýr Arisen stingur upp kollinum í söguheimi Dragon's Dogma, sem er hin klassíska hetja sem þarf að bjarga öllu, spilarar geta mótað hana eftir sínu höfði og myndað hóp hetja til að bjarga heiminum. Þetta er einspilunarleikur en Capcom heitir því að spilurum muni finnast hinar hetjur leiksins, sem kallast peð, mjög raunverulegar. Dragon's Dogma 2 kemur út þann 22. mars á PC, PlayStation og Xbox. Rise of the Ronin Leikurinn Rise of the Ronin gerist í Japan árið 1863. Tokugawa-ættin hefur stjórnað Japan með harðri hendi í þrjár aldir en mikil óreiða myndast í landinu vegna fjölda evrópskra skipa sem ná að ströndum landsins. Spilarar setja sig í spor hermanns án lávarðs en Sony segir að ákvarðanir spilara í leiknum muni hafa mikil áhrif á framvindu hans. Rise of the Ronin kemur út þann 22. mars á PlayStation. South Park: Snow Day Nýi krakkinn í South Park mun upplifa enn eitt ævintýrið með þeim Cartman, Kyle, Stan, Kenny og félögum á árinu. Þessi hlutverka- og samspilunarleikur gerist á degi þar sem krakkarnir í South Park fá frí í skólanum vegna mikillar snjókomu. South Park: Snow Day kemur út þann 26. mars á PC, PlayStation, Xbox og Nintendo Switch. Destiny 2: The Final Shape Destiny leikirnir tveir frá Bungie hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin. The Final Shape er áttundi hins vinsæla fjölspilunarleikjar Destiny 2 en honum er ætlað að binda hnút á sögu leikjanna sem sögð hefur verið á undanförnum tíu árum. Destiny 2: The Final Shape kemur út þann 4. júní. Black Myth: Wukong Ævintýraleikurinn Black Myth: Wukong er gerður af kínversku fyrirtæki og byggir á fornum kínverskum goðsögnum. Spilun leiksins virðist bera kem Dark Souls leikjanna en spilarar leika hetju sem þarf að ferðast um Kína og berjast við forn skrímsli og óvætti. Black Myth: Wukong kemur út þann 20. ágúst á PC, PlayStation og Xbox. Warhammer 40K: Space Marine 2 Geim-landgönguliðinn ofurmennski, Titus, snýr aftur á þessu ári. Hann átti að vísu að gera það í fyrra en útgáfu Space Marine 2 var frestað svo meiri tími fengist til að fínpússa leikinn. Sem Titus þurfa spilarar að aðstoðar keisaraveldið við að verjast hjörðum Tyranids, en það eru kvikyndi frá annarrai vetrarbraut sem hafa það eina markmið að éta lífræn efni alheimsins, í einföldu máli sagt. Hægt er að spila leikinn einn, en einnig er hægt að spila hann með tveimur öðrum. Warhammer 40K: Space Marine 2 kemur út þann 9. september á PC, PlayStation og Xbox. Leikir sem hafa ekki enn fengið útgáfudag Ark 2 Það er nokkuð langt liði frá því fyrsta stiklan fyrir Ark 2 var sýnd, þar sem Vin Diesel stakk óvænt upp kollinum sem aðalpersónan. Síðan þá hefur tiltölulega lítið heyrst af leiknum, sem er framhald vinsæls leiks sem gengur út á að lifa af á skringilegri plánetu með risaeðlum, öðrum skrímslum og öðrum spilurum. Ark 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út undi lok ársins á PC og Xbox. Avowed Fyrstu persónu ævintýra- og hlutverkaleikurinn Avowed er gerður af Obsidian Entertainment og gerist í sama söguheimi og Pillars of Eternity leikirnir sem fyrirtækið hefur gefið út á undanförnum árum. Í leiknum munu spilarar geta beitt sverðum, byssum og göldrum til að bjarga heiminum. Avowed er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. Hades 2 Hades varð tiltölulega óvænt einn af vinsælustu og bestu leikjum ársins 2020 og það kom eiginlega ekki til greina að gera ekki framhald. Í báðum leikjunum berjast spilarar í undirheimum grískrar goðafræði í dýflissum. Í fyrri leiknum stýrðu spilarar Zagreus, syni Hadesar, en í þessum leik er það dóttir Hadesar, Melinoë, sem er í aðalhlutverki. Hades 2 er ekki kominn með útgáfudag en fær forútgáfu (Early access) á öðrum ársfjórðungi. Hann kemur út á PC, PlayStation og Xbox. S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl Útgáfu S.T.A.L.K.E.R. 2 hefur verið frestað nokkrum sinnum á undanförnum árum en hann átti upprunalega að koma út árið 2012. Leikurinn er framleiddur af úkraínsku fyrirtæki og innrás Rússa hefur komið verulega niður á vinnu GSC World. Um er að ræða sko/hryllingsleik sem gerist á Tsjernobyl-svæðinu og er Stalker 2 framhald Stalker: Shadow of Chernobyl. Spilara munu að þessu sinni leika majórinn Alexander Degtyarev sem hafa verið sendir á svæðið til að leysa nýja ráðgátu. Í söguheimi Stalker er geislavirkni ekki það eina sem finna má í kringum kjarnorkuverið í Chernobyl heldur einkennileg fyrirbæri sem hafa áhrif á umhverfið í kringum þau og ýmis skrímsli. Eitthvað fyrir alla. Stalker 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta þessa árs á PC og Xbox. Senua's Saga: Hellblade 2 Þessi leikur er framhald leiksins Hellblade: Senua's Sacrifice sem kom út árið 2017. Hann fjallaði um Senua sem er stríðskona frá Orkneyjum og tilraunir hennar til að bjarga sál kærasta síns frá helvíti eftir að þorpið þeirra eru þurrkað út af víkingum. Senua þjáist af geðrænum vandamálum og fékk fyrri leikurinn mikið hrós fyrir að túlka slík vandræði vel. Að þessu sinni er Senua á Íslandi að berjast við myrkraöfl. Senua's Saga: Hellblade 2 ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. Star Wars Outlaws Leikurinn Star Wars Outlaws er framleiddur af Ubisoft. Hann er þriðju persónu ævintýraleikur sem fjallar um útlagann Kay Vess og félaga hennar/leikfangið Nix, sem ætla að reyna stærsta rán ytri sólkerfanna. Spilarar munu meðal annars heimsækja Tatooine, Kijimi og Akiva, auk annarra pláneta, en leikurinn gerist milli Empire Strikes Back og Return of the Jedi. Star Wars Outlaws er ekki kominn með útgáfudag en á ð koma út á árinu fyrir PC, PlayStation og Xbox. Ara: History Untold Þeir eru margir leikirnir sem gera spilurum kleift að byggja upp þjóðir frá grunni. Ara þykir þó sérstaklega efnilegur á þessu sviði, þar sem spilarar fá auðan striga til að byggja upp siðmenningu og keppa við aðrar. Ara: History Untold er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC. Microsoft Flight Simulator 2024 Nýjast kynslóð flughermis Microsoft á að líta dagsins ljós á þessu ári. Leikurinn byggir, eins og sá síðasti, á Asobo-vél Microsoft. Hún gerði starfsmönnum fyrirtækisins kleift að gera einstaklega nákvæmt kort af öllum heiminum, sem byggir á gervihnattamyndum, hæðakortum og götumyndum. Að þessu sinni verður hægt að taka að sér verkefni eins og fraktflutninga, björgunarflug og ýmislegt annað. Microsoft Flight Simulator 2024 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á PC og Xbox. Vampire: The Masquerade – Bloodlines 2 Leikurinn með þrjú nöfn. Vampire: The Masquerade – Bloodlines 2 er framhald leiks sem kom út árið 2004. Framleiðsla þessa leiks hefur gengið illa í gegnum árin og hefur leiknum ítrekað verið frestað. Að þessu sinni setja spilarar sig í spor fornrar vampíru sem er nývöknuð eftir aldalangan blund, í Seattle og þurfa að læra að fóta sig í nýjum heimi. Spilarar geta valið mismunandi ættbálka vampíra til að tilheyra í leiknum, sem hefur áhrif á framvindu sögunnar. Vampire: The Masquerade – Bloodlines 2 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PlayStation og Xbox. Dune: Awakening Starfsmenn Funcom, sem eru hvað þekktastir fyrir Conan Exiles leikinn, ætla sér að gera aftur stóra hluti á sviði fjölspilunarleikja með Dune: Awakening. Þessi leikur gerist á krydd/eyðimerkur-plánetunni Arraks úr sögum Franks Herbert. Þar eiga spilarar að lifa af, mynda fylkingar og berjast við aðrar um kryddið svokallaða í risastórum opnum heimi. Dune: Awakening er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á PC, PlayStation og Xbox. Árið hjá PlayStation Hér að neðan má svo sjá stutt myndband frá Sony, þar sem farið er yfir það helsta sem á að koma út á PlayStation á þessu ári.
Leikjavísir Kafað dýpra Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Hjól tímans rúllar sífellt áfram og tölvuleikirnir fylgja með. Tölvuleikjaiðnaðurinn verður sífellt umfangsmeiri og leikirnir fleiri og stærri. Fyrstu mánuði ársins 2023 verður lítið um stóra drætti en von er á stórum leikjum seinna meir. 5. janúar 2023 08:45 Leikirnir sem beðið er eftir Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós. 7. janúar 2022 08:00 Leikirnir sem beðið er eftir Fyrir tölvuleikjaspilara er það endalaus barátta að bíða eftir næsta „geggjaða“ leik. Um leið og sá kemur út, hefst biðin eftir þeim næsta. Árið 2021 virðist ekki ætla að vera öðruvísi og er nokkuð um stórar útgáfur á árinu. 6. janúar 2021 08:31 Leikirnir sem beðið er eftir Þótt síðasta ár hafi að einhverju leyti valdið vonbrigðum varðandi útgáfu tölvuleikja er útlit fyrir að árið sem nú er byrjað geri það alls ekki. 7. janúar 2020 08:45 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Leikirnir sem beðið er eftir Hjól tímans rúllar sífellt áfram og tölvuleikirnir fylgja með. Tölvuleikjaiðnaðurinn verður sífellt umfangsmeiri og leikirnir fleiri og stærri. Fyrstu mánuði ársins 2023 verður lítið um stóra drætti en von er á stórum leikjum seinna meir. 5. janúar 2023 08:45
Leikirnir sem beðið er eftir Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós. 7. janúar 2022 08:00
Leikirnir sem beðið er eftir Fyrir tölvuleikjaspilara er það endalaus barátta að bíða eftir næsta „geggjaða“ leik. Um leið og sá kemur út, hefst biðin eftir þeim næsta. Árið 2021 virðist ekki ætla að vera öðruvísi og er nokkuð um stórar útgáfur á árinu. 6. janúar 2021 08:31
Leikirnir sem beðið er eftir Þótt síðasta ár hafi að einhverju leyti valdið vonbrigðum varðandi útgáfu tölvuleikja er útlit fyrir að árið sem nú er byrjað geri það alls ekki. 7. janúar 2020 08:45