Guðmundur Franklín vill Bjarna á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2024 20:51 Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 2020. Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson segist ekki liggja undir feldi þessa stundina og íhuga forsetaframboð. Hann segist ekki stefna á að gera slíkt aftur. Aðspurður segist hann ekki hafa talið að hann ætti séns í forsetakosningunum 2020. „Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram. Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
„Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram.
Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira