Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 11:41 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. Þetta er meðal þess sem er fullyrt í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að fullyrðingar um annað séu rangar. Í tilkynningunni segir að sökum framkominna fullyrðinga og umræðu í fjölmiðlum tengdri álits umboðsmanns vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða vilji ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Lögðu til reglugerð um frestun Þar segir ennfremur að þegar reglugerð um frestun hafi tekið gildi 20. júní hafi nýbirt álit fagráðs um velferð dýra verið rýnt innan ráðuneytisins. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi lagt til í minnisblaði til Svandísar að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. Segir að stoð reglugerðarinnar sé í lögum um hvalveiðar sem heimili ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinntíma árs. Vísað er beint til minnisblaðsins í tilkynningu ráðuneytisins. „Ráðuneytið metur það svo að unnt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt án þess að kveðið verði á um afdráttarlaust bann við veiðunum, með því að fresta upphafi veiðanna um sinn. Í því skyni er lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar, um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023,“ segir meðal annars í minnisblaðinu. „Áður en veiðar geta hafist er ljóst að tryggja þarf að atriði sem lýst er í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og fjallað er um í áliti fagráðs endurtaki sig ekki. Í því ljósi og þar sem skammt er þar til áformað er að hefja veiðar er rétt að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að setja reglur sem tryggt geta að veiðar fari fram í samræmi við lög um velferð dýra. Til þess að gæta meðalhófs er þó ekki rétt að fresta upphafi vertíðar lengur en til 31. ágúst nk. að svo stöddu,“ segir í minnisblaðinu til ráðherra. Töldu viðbúið að málið yrði borið undir umboðsmann Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að lagt hafi verið til í minnisblaði sérfræðinganna til Svandísar að á gildistíma reglugerðarinnar yrði haft samráð við Hval hf. Fyrirtækinu yrði þannig veittur kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um þær ráðstafanir sem mögulega yrði gripið til í kjölfarið til að veiðarnar gæti farið fram í samræmi við lög um velferð dýra og lög um hvalveiðar. Ráðuneytið hafi loks tekið fram að óháð því hvaða leið yrði farin væri viðbúið að málið yrði borið undir dómstóla og/eða umboðsmann Alþingis. Ráðuneytið hafi ekki talið forsendur til að spá fyrir um niðurstöðu slíks máls. Það hafi bent á að eins og í öllum málum af þessu tagi gæti reynt á ákvæði stjórnarskrárinnar og eftir atvikum bótaábyrgð ríkisins. Er að gefnu tilefni tekið fram að um sé að ræða sjálfgefna og eðlilega upplýsingagjöf ráðuneytisins til ráðherra. Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem er fullyrt í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að fullyrðingar um annað séu rangar. Í tilkynningunni segir að sökum framkominna fullyrðinga og umræðu í fjölmiðlum tengdri álits umboðsmanns vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða vilji ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Lögðu til reglugerð um frestun Þar segir ennfremur að þegar reglugerð um frestun hafi tekið gildi 20. júní hafi nýbirt álit fagráðs um velferð dýra verið rýnt innan ráðuneytisins. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi lagt til í minnisblaði til Svandísar að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. Segir að stoð reglugerðarinnar sé í lögum um hvalveiðar sem heimili ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinntíma árs. Vísað er beint til minnisblaðsins í tilkynningu ráðuneytisins. „Ráðuneytið metur það svo að unnt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt án þess að kveðið verði á um afdráttarlaust bann við veiðunum, með því að fresta upphafi veiðanna um sinn. Í því skyni er lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar, um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023,“ segir meðal annars í minnisblaðinu. „Áður en veiðar geta hafist er ljóst að tryggja þarf að atriði sem lýst er í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og fjallað er um í áliti fagráðs endurtaki sig ekki. Í því ljósi og þar sem skammt er þar til áformað er að hefja veiðar er rétt að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að setja reglur sem tryggt geta að veiðar fari fram í samræmi við lög um velferð dýra. Til þess að gæta meðalhófs er þó ekki rétt að fresta upphafi vertíðar lengur en til 31. ágúst nk. að svo stöddu,“ segir í minnisblaðinu til ráðherra. Töldu viðbúið að málið yrði borið undir umboðsmann Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að lagt hafi verið til í minnisblaði sérfræðinganna til Svandísar að á gildistíma reglugerðarinnar yrði haft samráð við Hval hf. Fyrirtækinu yrði þannig veittur kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um þær ráðstafanir sem mögulega yrði gripið til í kjölfarið til að veiðarnar gæti farið fram í samræmi við lög um velferð dýra og lög um hvalveiðar. Ráðuneytið hafi loks tekið fram að óháð því hvaða leið yrði farin væri viðbúið að málið yrði borið undir dómstóla og/eða umboðsmann Alþingis. Ráðuneytið hafi ekki talið forsendur til að spá fyrir um niðurstöðu slíks máls. Það hafi bent á að eins og í öllum málum af þessu tagi gæti reynt á ákvæði stjórnarskrárinnar og eftir atvikum bótaábyrgð ríkisins. Er að gefnu tilefni tekið fram að um sé að ræða sjálfgefna og eðlilega upplýsingagjöf ráðuneytisins til ráðherra.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira