Notalegur staður til að slamma á Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. janúar 2024 16:30 Sunna Benjamínsdóttir Bohn sigraði Ljóðaslammið 2023. Aðsend Ljóðaslamm 2024 verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt þann 2. febrúar næstkomandi. Slammið er opið öllum sem eru 16 ára og eldri. Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024. Menning Tónlist Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024.
Menning Tónlist Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira