Fótbolti

Spjaldið dregið til baka og Calvert-Lewin sleppur við bann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dominic Calvert-Lewin fékk að líta beint rautt spjald í leik Everton og Crystal Palace í þriðju umferð FA-bikarsins.
Dominic Calvert-Lewin fékk að líta beint rautt spjald í leik Everton og Crystal Palace í þriðju umferð FA-bikarsins. Vísir/Getty

Framherjinn Dominic Calvert-Lewin, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, er ekki á leið í þriggja leikja bann þrátt fyrir að hafa fengið beint rautt spjald í leik liðsins gegn Crystal Palace í FA-bikarnum í síðustu viku.

Calvert-Lewin fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Nathaniel Clyne þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma er Everton heimsótti Crystal Palace í þriðju umferð FA-bikarsins. Upprunalega fékk leikmaðurinn gult spjald fyrir brotið, en eftir skoðun myndbandsdómara var litnum á spjaldinu breytt í rautt.

Félagið áfrýjaði hins vegar spjaldinu og enska knattspyrnusambandið hefur nú samþykkt áfrýjunina. Calvert-Lewin þarf því ekki að taka út þriggja leikja bann og getur leikið með liðinu er Everton tekur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag.

Þá getur framherjinn einnig tekið þátt í seinni leik Everton og Crystal Palace, en þau þurfa að mætast á ný í þriðju umferð eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×