Bera fullkomið og listrænt traust til hvor annarrar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. janúar 2024 14:00 Valgerður Rúnarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir eru danshöfundar verksins Árstíðirnar. Aðsend „Ég held að ég hafi verið tveggja ára þegar ég mætti í fyrsta danstímann. Mamma var með dansskóla svo ég var með í öllum tímum sem hún kenndi,“ segir Snædís Lilja Ingadóttir. Hún er danshöfundur verksins Árstíðirnar ásamt Valgerði Rúnarsdóttur en Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið næstkomandi laugardag og er tilhlökkunin í hópnum orðin mikil. Eilíf hringrás jarðar í kringum sólina Er um að ræða dansverk í fjórum hlutum, vor, sumar, haust og vetur. Höfundar verksins hafa orðið fyrir áhrifum frá tónverki Antonio Vivaldi, Árstíðunum, og þeim fjölmörgu ballettum sem hafa verið skapaðir við það. „Þannig hefur hin eilífa hringrás jarðar í kringum sólina, hring eftir hring, orðið að leiðarstefi verksins. Hin endurtekna kóreógrafía náttúrunnar sem jafnframt er síbreytileg og óútreiknanleg. Samband mannsins við náttúruna og sína eigin innri náttúru,“ segir í fréttatilkynningu. Verkið er unnið af stórum hópi sviðslistafólks en rúmlega tuttugu fjölbreyttir dansarar flytja verkið. Verkið er samstarfi við Íslenska dansflokkinn og Forward Youth Company. Þá taka tveir leikarar þátt í verkinu auk starfsnema frá dansdeild LHÍ. Aðrir listrænir stjórnendur eru Áskell Harðarson tónskáld, Rebekka A. Ingimundar leikmyndahönnuður og Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir búningahönnuður. MurMur Productions aðstoðar við framleiðslu. Mynd af æfingu á verkinu Árstíðirnar. Axel Sigurðsson „Man ekki eftir mér öðruvísi en dansandi“ Danslistakonurnar og höfundar verksins Snædís og Valgerður hafa unnið saman um árabil en byrjuðu báðar kornungar að dansa. „Ég byrjaði í ballettskóla Eddu Scheving þegar ég var fjögurra að verða fimm ára og man ekki eftir mér öðruvísi en dansandi,“ segir Valgerður og tekur Snædís undir: „Sama hjá mér, ég held ég hafi verið tveggja ára þegar ég mætti í fyrsta danstímann. Mamma var með dansskóla svo ég var með í öllum tímum sem hún kenndi, líka í kvennaleikfimi.“ Þær segja báðar mjög gott að vinna saman og segjast bera fullkomið traust til hvor annarrar. „Það er frábært að hafa félaga í sköpunarferlinu, þannig getur maður stöðugt verið að henda hugmyndum á milli, þær stækka, koma manni á óvart og verða að einhverju miklu skemmtilegra en ef maður væri einn að brasa.“ Bindur vonir við að danshús rísi hér á landi Þær sammælast um að framkvæmdarhlutinn sé hvað mest krefjandi hluti sköpunarferlisins ásamt fjármögnun og því að fá svigrúm til þess að vinna og þróa sig í listinni. „Það er margt í umhverfi listamanna hér á landi sem mætti taka til endurskoðunar og skoða, til dæmis í samanburði við nágrannalönd okkar. Það eru svo margir færir íslenskir danslistamenn og margir að vinna töluvert á alþjóðlegum vettvangi enda listgrein handan tungumála en stundum mætti kerfið okkar hlúa enn betur að þörfum þessara listamanna,“ segir Valgerður og tekur Snædís undir. „Það er margt gott en annað sem mætti bæta í umhverfi danslistamanna, það sem þeir þurfa til að dafna og þroskast er meðal annars tími og rými. Þannig bind ég miklar vonir við það að hér á landi rísi danshús í náinni framtíð, með því myndi danslist eignast eigið heimili sem myndi gjörbreyta landslagi þessarar listgreinar,“ segir Snædís. Danshöfundarnir segja að kerfið mætti hlúa enn betur að danslistamönnum. Í verkinu Árshátiðirnar eru yfir 20 fjölbreyttir dansarar á öllum aldri saman komnir. Axel Sigurðsson „Þetta stórbrotna líf með öllu sínu litrófi“ Sem áður segir sækja þær innblástur í tónlist Vivaldi en innblásturinn kemur þó víða til þeirra í listsköpuninni. „Það getur verið svo margt sem veitir innblástur. Umhverfið dag frá degi, fólkið sem verður á vegi manns, hversdagurinn og bara allt þetta stórbrotna líf með öllu sínu litrófi. Í þessu nýja verki sækjum við innblástur í árstíðirnar og hina eilífu hringrás þeirra, hvernig náttúran dansar, rytma hennar og mynstur.“ Aðspurðar að lokum hvort þær eigi sér sína uppáhalds árstíð segir Valgerður: „Ég elska fjölbreytileika árstíðanna, þær hafa allar sinn sjarma en ætli umbreytingin á milli þeirra, þegar ein tekur við af annarri, séu ekki mín uppáhalds augnablik. Eflaust hefur það áhrif að vera alin upp á Íslandi þar sem maður getur jafnvel mátt búast við nokkrum mismunandi árstíðum yfir daginn og þrífst þannig í einhvers konar kaos.“ Sumarið stendur svo upp úr hjá Snædísi. „Mér líður dásamlega í góðu veðri og miklum hita. Það er eitthvað svo dásamlegt við náttúruna þegar hún er öll í blóma, þegar nýtt líf sprettur, að því er virðist, úr engu. Þetta er algjörlega magnað vistkerfi sem við erum partur af hérna á jörðinni, sem við verðum líka að passa að hlúa að.“ Innblástur er sóttur í árstíðirnar og hina eilífu hringrás þeirra.Axel Sigurðsson Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna. Leikhús Dans Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Eilíf hringrás jarðar í kringum sólina Er um að ræða dansverk í fjórum hlutum, vor, sumar, haust og vetur. Höfundar verksins hafa orðið fyrir áhrifum frá tónverki Antonio Vivaldi, Árstíðunum, og þeim fjölmörgu ballettum sem hafa verið skapaðir við það. „Þannig hefur hin eilífa hringrás jarðar í kringum sólina, hring eftir hring, orðið að leiðarstefi verksins. Hin endurtekna kóreógrafía náttúrunnar sem jafnframt er síbreytileg og óútreiknanleg. Samband mannsins við náttúruna og sína eigin innri náttúru,“ segir í fréttatilkynningu. Verkið er unnið af stórum hópi sviðslistafólks en rúmlega tuttugu fjölbreyttir dansarar flytja verkið. Verkið er samstarfi við Íslenska dansflokkinn og Forward Youth Company. Þá taka tveir leikarar þátt í verkinu auk starfsnema frá dansdeild LHÍ. Aðrir listrænir stjórnendur eru Áskell Harðarson tónskáld, Rebekka A. Ingimundar leikmyndahönnuður og Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir búningahönnuður. MurMur Productions aðstoðar við framleiðslu. Mynd af æfingu á verkinu Árstíðirnar. Axel Sigurðsson „Man ekki eftir mér öðruvísi en dansandi“ Danslistakonurnar og höfundar verksins Snædís og Valgerður hafa unnið saman um árabil en byrjuðu báðar kornungar að dansa. „Ég byrjaði í ballettskóla Eddu Scheving þegar ég var fjögurra að verða fimm ára og man ekki eftir mér öðruvísi en dansandi,“ segir Valgerður og tekur Snædís undir: „Sama hjá mér, ég held ég hafi verið tveggja ára þegar ég mætti í fyrsta danstímann. Mamma var með dansskóla svo ég var með í öllum tímum sem hún kenndi, líka í kvennaleikfimi.“ Þær segja báðar mjög gott að vinna saman og segjast bera fullkomið traust til hvor annarrar. „Það er frábært að hafa félaga í sköpunarferlinu, þannig getur maður stöðugt verið að henda hugmyndum á milli, þær stækka, koma manni á óvart og verða að einhverju miklu skemmtilegra en ef maður væri einn að brasa.“ Bindur vonir við að danshús rísi hér á landi Þær sammælast um að framkvæmdarhlutinn sé hvað mest krefjandi hluti sköpunarferlisins ásamt fjármögnun og því að fá svigrúm til þess að vinna og þróa sig í listinni. „Það er margt í umhverfi listamanna hér á landi sem mætti taka til endurskoðunar og skoða, til dæmis í samanburði við nágrannalönd okkar. Það eru svo margir færir íslenskir danslistamenn og margir að vinna töluvert á alþjóðlegum vettvangi enda listgrein handan tungumála en stundum mætti kerfið okkar hlúa enn betur að þörfum þessara listamanna,“ segir Valgerður og tekur Snædís undir. „Það er margt gott en annað sem mætti bæta í umhverfi danslistamanna, það sem þeir þurfa til að dafna og þroskast er meðal annars tími og rými. Þannig bind ég miklar vonir við það að hér á landi rísi danshús í náinni framtíð, með því myndi danslist eignast eigið heimili sem myndi gjörbreyta landslagi þessarar listgreinar,“ segir Snædís. Danshöfundarnir segja að kerfið mætti hlúa enn betur að danslistamönnum. Í verkinu Árshátiðirnar eru yfir 20 fjölbreyttir dansarar á öllum aldri saman komnir. Axel Sigurðsson „Þetta stórbrotna líf með öllu sínu litrófi“ Sem áður segir sækja þær innblástur í tónlist Vivaldi en innblásturinn kemur þó víða til þeirra í listsköpuninni. „Það getur verið svo margt sem veitir innblástur. Umhverfið dag frá degi, fólkið sem verður á vegi manns, hversdagurinn og bara allt þetta stórbrotna líf með öllu sínu litrófi. Í þessu nýja verki sækjum við innblástur í árstíðirnar og hina eilífu hringrás þeirra, hvernig náttúran dansar, rytma hennar og mynstur.“ Aðspurðar að lokum hvort þær eigi sér sína uppáhalds árstíð segir Valgerður: „Ég elska fjölbreytileika árstíðanna, þær hafa allar sinn sjarma en ætli umbreytingin á milli þeirra, þegar ein tekur við af annarri, séu ekki mín uppáhalds augnablik. Eflaust hefur það áhrif að vera alin upp á Íslandi þar sem maður getur jafnvel mátt búast við nokkrum mismunandi árstíðum yfir daginn og þrífst þannig í einhvers konar kaos.“ Sumarið stendur svo upp úr hjá Snædísi. „Mér líður dásamlega í góðu veðri og miklum hita. Það er eitthvað svo dásamlegt við náttúruna þegar hún er öll í blóma, þegar nýtt líf sprettur, að því er virðist, úr engu. Þetta er algjörlega magnað vistkerfi sem við erum partur af hérna á jörðinni, sem við verðum líka að passa að hlúa að.“ Innblástur er sóttur í árstíðirnar og hina eilífu hringrás þeirra.Axel Sigurðsson Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna.
Leikhús Dans Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira