Lægðin hefur áhrif á mælana Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2024 14:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/arnar Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira