Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér Rafn Ágúst Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. janúar 2024 18:41 Fannar segir hug bæjarbúa með aðstandendum. Vísir/Einar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir mál mannsins sem talinn er hafa fallið ofan í við sprunguinnfyllingu vera bakslag fyrir Grindvíkinga. Þetta segir hann í viðtali við Stöð 2 í dag. Fannar segir mikilvægt að brýna fyrir fólki í bænum að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir. Hann segir jafnframt að skrekkur sé í bæjarbúum og að þetta sorglega atvik hafi ekki orðið til þess að auka öryggistilfinningu þegar skelkaðra íbúa bæjarins. Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér Hann segist hafa setið fundi almannavarna og fengið skýringar á atburðarrás gærdagsins. Atvikið hafi átt sér stað þegar var verið að leggja lokahönd á sprunguinnfyllingu. Leitin að manninum hefur borið lítinn árangur.Vísir „Það var verið að vinna þarna að sprungufyllingu á þekktu svæði þar sem var stór sprunga. Það er búið að vera að fylla í hana að undanförnu og það var eiginlega verið að leggja lokahönd á verkið með því að þjappa fínefni og efsta laginu yfir þessa sprungu. Þannig að verkinu var nánast lokið þegar það varð þarna hrun einhvers staðar í miðri sprungunni neðarlega sem dró með sér þetta fyllingarefni sem var efst í sprungunni,“ segir Fannar. Óhugnanlegur og sorglegur atburður Hann segir hug sinn og bæjarbúa vera með aðstandendum mannsins sem varð fyrir slysinu og að stöðva sé búið allar framkvæmdir í bænum. Samræmingarfundur aðila sem standa að almannavörnum fari fram á þriðjudaginn næstkomandi og að engin vinna utandyra fari fram þangað til. „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegur atburður og gríðarlega sorglegur og þýðir það að við þurfum að leggja alla áherslu á það og brýna fyrir fólki, eins og reyndar hefur verið gert, að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir,“ segir Fannar. Atvikið er bakslag fyrir Grindvíkinga sem margir hverjir eru ólmir í að snúa aftur heim að sögn Fannars. Hann hvetur Grindvíkinga til að leita sér þeirrar aðstoðar sem þeir þurfa og minnir á þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Tryggvagötu. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fannar segir mikilvægt að brýna fyrir fólki í bænum að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir. Hann segir jafnframt að skrekkur sé í bæjarbúum og að þetta sorglega atvik hafi ekki orðið til þess að auka öryggistilfinningu þegar skelkaðra íbúa bæjarins. Hrun í miðri sprungu dró manninn með sér Hann segist hafa setið fundi almannavarna og fengið skýringar á atburðarrás gærdagsins. Atvikið hafi átt sér stað þegar var verið að leggja lokahönd á sprunguinnfyllingu. Leitin að manninum hefur borið lítinn árangur.Vísir „Það var verið að vinna þarna að sprungufyllingu á þekktu svæði þar sem var stór sprunga. Það er búið að vera að fylla í hana að undanförnu og það var eiginlega verið að leggja lokahönd á verkið með því að þjappa fínefni og efsta laginu yfir þessa sprungu. Þannig að verkinu var nánast lokið þegar það varð þarna hrun einhvers staðar í miðri sprungunni neðarlega sem dró með sér þetta fyllingarefni sem var efst í sprungunni,“ segir Fannar. Óhugnanlegur og sorglegur atburður Hann segir hug sinn og bæjarbúa vera með aðstandendum mannsins sem varð fyrir slysinu og að stöðva sé búið allar framkvæmdir í bænum. Samræmingarfundur aðila sem standa að almannavörnum fari fram á þriðjudaginn næstkomandi og að engin vinna utandyra fari fram þangað til. „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegur atburður og gríðarlega sorglegur og þýðir það að við þurfum að leggja alla áherslu á það og brýna fyrir fólki, eins og reyndar hefur verið gert, að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir,“ segir Fannar. Atvikið er bakslag fyrir Grindvíkinga sem margir hverjir eru ólmir í að snúa aftur heim að sögn Fannars. Hann hvetur Grindvíkinga til að leita sér þeirrar aðstoðar sem þeir þurfa og minnir á þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Tryggvagötu.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira