Skrítið að vakna við fréttir um að húsið sé að fara undir hraun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 10:29 Gróðurhús ORF í Grindavík er stuttu frá hraunjaðrinum. Forstjórinn Berglind Rán Ólafsdóttir segir skrítið að sjá hraunið renna í átt að húsinu. Vísir/Vilhelm Forstjóri líftæknifyrirtækisins ORF segir skrítið að hafa vaknað við þær fréttir í morgun að hraun rynni í átt að gróðurhúsi fyrirtækisins fyrir ofan Grindavík. Það komi honum þó ekki alveg á óvart, enda sitji húsið á sprungunni sem klýfur bæinn. „Þetta er svolítið skrítið að vakna við þessar fréttir í morgun að það væri komið gos svona nálægt húsinu. Ég er svo sem ekkert alveg steinhissa, það var vitað síðan í nóvember að húsið stendur ofan á sprungunni. Það er mikið skemmt, það skemmdist mjög mikið strax 10. nóvember og ef það er ekki alveg ónýtt er eitthvað mjög lítið í því sem er ekki ónýtt,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni. Eldgos hófst við Sundhnúk norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Grindavíkurbær var rýmdur í flýti á fimmta tímanum eftir röð jarðskjálfta og rennur hraunið nú í átt að bænum. Berglind segir nú þegar verið að skoða aðra húsakosti fyrir starfsemi fyrirtækisins. „Það er bara verið að meðhöndla okkar mál í kerfinu þannig að þetta væntanlega mun bara hraða því. Það er orðið alveg augljóst núna að það er ekki verið að byggja neitt þarna. Kannski af því að það er það mikið skemmt og á svo slæmum stað breytir það ekki endilega stöðunni fyrir okkur að þangað renni nú hraun,“ segir Berglind. „En það er ótrúlega skrítið að sjá þetta gerast og ótrúlega skelfilegt hvað þetta er komið nálægt Grindavík. Það er miklu stærra mál. Við getum byggt nýtt gróðurhús. Það er miklu minna mál heldur en heilt bæjarfélag, allir þessir innviðir, öll þessi hús, allt þetta fólk sem á heima þarna. Það er stóra málið.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Tengdar fréttir Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19 „Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17 Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og telja hana ekki sinn fulltrúa „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
„Þetta er svolítið skrítið að vakna við þessar fréttir í morgun að það væri komið gos svona nálægt húsinu. Ég er svo sem ekkert alveg steinhissa, það var vitað síðan í nóvember að húsið stendur ofan á sprungunni. Það er mikið skemmt, það skemmdist mjög mikið strax 10. nóvember og ef það er ekki alveg ónýtt er eitthvað mjög lítið í því sem er ekki ónýtt,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni. Eldgos hófst við Sundhnúk norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Grindavíkurbær var rýmdur í flýti á fimmta tímanum eftir röð jarðskjálfta og rennur hraunið nú í átt að bænum. Berglind segir nú þegar verið að skoða aðra húsakosti fyrir starfsemi fyrirtækisins. „Það er bara verið að meðhöndla okkar mál í kerfinu þannig að þetta væntanlega mun bara hraða því. Það er orðið alveg augljóst núna að það er ekki verið að byggja neitt þarna. Kannski af því að það er það mikið skemmt og á svo slæmum stað breytir það ekki endilega stöðunni fyrir okkur að þangað renni nú hraun,“ segir Berglind. „En það er ótrúlega skrítið að sjá þetta gerast og ótrúlega skelfilegt hvað þetta er komið nálægt Grindavík. Það er miklu stærra mál. Við getum byggt nýtt gróðurhús. Það er miklu minna mál heldur en heilt bæjarfélag, allir þessir innviðir, öll þessi hús, allt þetta fólk sem á heima þarna. Það er stóra málið.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Tengdar fréttir Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19 „Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17 Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og telja hana ekki sinn fulltrúa „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19
„Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17
Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16