Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 17:09 Hrannar segir atburði dagsins súrealíska. Framtíðarheimili fjölskyldunnar eru nú rústir einar. Vísir/Sigurjón Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. Hrannar Jón Emilsson hefur undanfarin ár unnið hörðum höndum að því að byggja sér og fjölskyldu sinni framtíðarheimili í nýjasta hverfinu í Grindavík, hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut, í húsi sem gjöreyðilagðist í jarðhræringunum þann 10. nóvember. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið. Það reyndist verða fyrsta húsið í Grindavík sem varð glóandi hrauni að bráð í dag. Hús Hrannars varð það fyrsta til að verða hrauninu að bráð í dag.Vísir „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ segir Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Horfði á húsið brenna og skellti upp úr Hann segir erfitt að koma tilfinningum sínum í orð á þessari stundu. „Maður situr og horfir á allt fara í fréttatímanum hér áðan. Allt að fuðra upp fyrir framan mann. Svo byrjar lag, sem maður eiginlega skellti upp úr þegar kom, lagið I‘m sorry. Þetta lag, þegar maður horfir á húsið sitt fuðra upp, maður bara skellir upp úr. Maður veit ekkert hvernig manni á að láta sér líða, brosa, hlæja, gráta, maður veit það eiginlega ekki.“ Eftir atburðina í nóvember taldi Hrannar húsið vera á einum öruggasta staðnum í Grindavík. „Það virtust ekki koma jarðskjálftar eða neitt inni í þessu húsi. Það höfðu ekki færst til skrúfur eða neitt, það stóð allt algjörlega ósnert. Þannig það var eins og hefði ekki verið neinn atburður þarna.“ Ætlaði að vera kominn inn fyrir vor Fjölskyldan hefur dvalið í lítilli leiguíbúð í Garðabæ frá því skömmu fyrir jól en stefnan var tekin á að flytja inn í nýja húsið um leið og aðstæður leyfðu. „Ég setti rafvirkjana bara af stað í síðustu viku, ætlaði að fara græja mig inn fyrir vorið. Þannig þetta breytist hratt.“ Hrannar er útgerðarstjóri Þorbjarnar hf. Aðspurður um hvaða áhrif atburðirnir munu koma til með að hafa á starfsemi fyrirtækisins segir hann Þorbjarnarmenn vera „mjög mikla Grindvíkinga.“ „Öll stefnan er enn svosem bara heim, en við verðum að meta nýjar aðstæður upp á nýtt og vinna úr þeim.“ Rætt verður við Hrannar í kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem verður í opinni dagskrá klukkan 18:30. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hrannar Jón Emilsson hefur undanfarin ár unnið hörðum höndum að því að byggja sér og fjölskyldu sinni framtíðarheimili í nýjasta hverfinu í Grindavík, hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut, í húsi sem gjöreyðilagðist í jarðhræringunum þann 10. nóvember. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið. Það reyndist verða fyrsta húsið í Grindavík sem varð glóandi hrauni að bráð í dag. Hús Hrannars varð það fyrsta til að verða hrauninu að bráð í dag.Vísir „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ segir Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Horfði á húsið brenna og skellti upp úr Hann segir erfitt að koma tilfinningum sínum í orð á þessari stundu. „Maður situr og horfir á allt fara í fréttatímanum hér áðan. Allt að fuðra upp fyrir framan mann. Svo byrjar lag, sem maður eiginlega skellti upp úr þegar kom, lagið I‘m sorry. Þetta lag, þegar maður horfir á húsið sitt fuðra upp, maður bara skellir upp úr. Maður veit ekkert hvernig manni á að láta sér líða, brosa, hlæja, gráta, maður veit það eiginlega ekki.“ Eftir atburðina í nóvember taldi Hrannar húsið vera á einum öruggasta staðnum í Grindavík. „Það virtust ekki koma jarðskjálftar eða neitt inni í þessu húsi. Það höfðu ekki færst til skrúfur eða neitt, það stóð allt algjörlega ósnert. Þannig það var eins og hefði ekki verið neinn atburður þarna.“ Ætlaði að vera kominn inn fyrir vor Fjölskyldan hefur dvalið í lítilli leiguíbúð í Garðabæ frá því skömmu fyrir jól en stefnan var tekin á að flytja inn í nýja húsið um leið og aðstæður leyfðu. „Ég setti rafvirkjana bara af stað í síðustu viku, ætlaði að fara græja mig inn fyrir vorið. Þannig þetta breytist hratt.“ Hrannar er útgerðarstjóri Þorbjarnar hf. Aðspurður um hvaða áhrif atburðirnir munu koma til með að hafa á starfsemi fyrirtækisins segir hann Þorbjarnarmenn vera „mjög mikla Grindvíkinga.“ „Öll stefnan er enn svosem bara heim, en við verðum að meta nýjar aðstæður upp á nýtt og vinna úr þeim.“ Rætt verður við Hrannar í kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem verður í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira