Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 15. janúar 2024 14:07 Hjálmur Sigurðsson er við vinnu við gerð varnargarða við Grindavík. Vísir/Arnar Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. „Í augnablikinu erum við ekki að gera neitt. Við erum í biðstöðu á meðan það er verið að meta aðstæður og hvað gerist áfram. Við erum að undirbúa okkur að leita að nýjum efnistökusvæðum,“ segir Hjálmur Sigurðsson en hann er framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki. Berghildur Erla fréttamaður okkar náði tali af Hjálm en hún er við Grindavík og gosstöðvar í dag. Hann segir að ákveðið hafi verið að lengja varnargarðinn sem kallaður er L8, eða syðri garðurinn við Nesveg. Hann hafi fyrst verið lengdur til austurs og svo haldið áfram í vesturátt og reynt að meta hvert hraunið myndi renna. Spurður hvað sé langt í að varnargarðarnir séu tilbúnir segir Hjálmur að það sem fyrst hafi verið lagt upp með sé nærri tilbúið. „Næsta skref var að taka ákvörðun um að hækka þá frekar, sem var ekki búið að gera,“ segir hann og að eins og stendur séu garðarnir bara í fyrstu hæðinni. Það sé til skoðunar að bæta ofan á þá um þremur til fjórum metrum en það fari allt eftir því hvernig atburðarásin þróast. „Það er verið að skoða það og verður gert í dag.“ Hjálmur segir að það hafi mjög vel tekist við hönnun og val á staðsetningu á garðinum. Hraunið flæðir meðfram honum og ekki í átt að bænum. „Þetta virðist virka. Menn voru ekki vissir um að þetta myndi virka þegar þeir fóru af stað. En þetta hefur sýnt sig.“ Hjálmur segir það ekki rétt sem Berghildur hafði heyrt að menn væru að sofa í vinnuvélunum en að einhverjir aukamenn hefðu lagt sig á svæðinu. Hluti tækjanna hafi verið í gangi og því hafi einhverjir beðið átekta til að komast að. Vinnuflokkurinn sé með aðstöðu við Svartsengi inni á svæði hjá HS Orku. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Áhyggjur af fjárhag geti sundrað grindvískum fjölskyldum Gunnar Ólafur Ragnarsson, fjölskyldufaðir í Grindavík, sér ekki fyrir sér að búa aftur í bænum. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur en hann sjálfur. Hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda geti fjárhagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur sundrað fjölskyldum í Grindavík. 15. janúar 2024 12:08 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00 Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. 15. janúar 2024 11:58 Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. 15. janúar 2024 11:07 Vaktin: Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 15. janúar 2024 04:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
„Í augnablikinu erum við ekki að gera neitt. Við erum í biðstöðu á meðan það er verið að meta aðstæður og hvað gerist áfram. Við erum að undirbúa okkur að leita að nýjum efnistökusvæðum,“ segir Hjálmur Sigurðsson en hann er framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki. Berghildur Erla fréttamaður okkar náði tali af Hjálm en hún er við Grindavík og gosstöðvar í dag. Hann segir að ákveðið hafi verið að lengja varnargarðinn sem kallaður er L8, eða syðri garðurinn við Nesveg. Hann hafi fyrst verið lengdur til austurs og svo haldið áfram í vesturátt og reynt að meta hvert hraunið myndi renna. Spurður hvað sé langt í að varnargarðarnir séu tilbúnir segir Hjálmur að það sem fyrst hafi verið lagt upp með sé nærri tilbúið. „Næsta skref var að taka ákvörðun um að hækka þá frekar, sem var ekki búið að gera,“ segir hann og að eins og stendur séu garðarnir bara í fyrstu hæðinni. Það sé til skoðunar að bæta ofan á þá um þremur til fjórum metrum en það fari allt eftir því hvernig atburðarásin þróast. „Það er verið að skoða það og verður gert í dag.“ Hjálmur segir að það hafi mjög vel tekist við hönnun og val á staðsetningu á garðinum. Hraunið flæðir meðfram honum og ekki í átt að bænum. „Þetta virðist virka. Menn voru ekki vissir um að þetta myndi virka þegar þeir fóru af stað. En þetta hefur sýnt sig.“ Hjálmur segir það ekki rétt sem Berghildur hafði heyrt að menn væru að sofa í vinnuvélunum en að einhverjir aukamenn hefðu lagt sig á svæðinu. Hluti tækjanna hafi verið í gangi og því hafi einhverjir beðið átekta til að komast að. Vinnuflokkurinn sé með aðstöðu við Svartsengi inni á svæði hjá HS Orku.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Áhyggjur af fjárhag geti sundrað grindvískum fjölskyldum Gunnar Ólafur Ragnarsson, fjölskyldufaðir í Grindavík, sér ekki fyrir sér að búa aftur í bænum. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur en hann sjálfur. Hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda geti fjárhagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur sundrað fjölskyldum í Grindavík. 15. janúar 2024 12:08 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00 Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. 15. janúar 2024 11:58 Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. 15. janúar 2024 11:07 Vaktin: Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 15. janúar 2024 04:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Áhyggjur af fjárhag geti sundrað grindvískum fjölskyldum Gunnar Ólafur Ragnarsson, fjölskyldufaðir í Grindavík, sér ekki fyrir sér að búa aftur í bænum. Þó sé vandfundinn harðari Grindvíkingur en hann sjálfur. Hann kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda geti fjárhagsáhyggjur ofan í aðrar áhyggjur sundrað fjölskyldum í Grindavík. 15. janúar 2024 12:08
Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00
Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. 15. janúar 2024 11:58
Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. 15. janúar 2024 11:07
Vaktin: Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 15. janúar 2024 04:17
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent