Í frétt Veðurstofunnar kemur einnig fram að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni. Frá miðnætti hafa mælst um 200 smáskjálftar mælst í kvikuganginum frá miðnætti sem bendi til þess að kvika sé þar á hreyfingu og svæðið að jafna sig. Mesta skjálftavirknin er við Hagafell í nágrenni við fyrri gossprunguna sem opnaðist á sunnudagsmorgun.
Þá segir í fréttinni að GPS mælar nemi áfram hreyfingu í og við Grindavík.
„Kvikugangurinn sem liggur undir Grindavík heldur því áfram að valda þenslu á svæðinu. Hitamyndir úr dróna í nótt sýna að sprungur sem áður höfðu verið kortlagðar suðvestanvert við Grindavík hafa stækkað talsvert. Áfram er mikil hætta á svæðinu,“ segir að lokum.