„Ég vakna alla daga þakklát fyrir hann og elska hann meira með hverjum deginum sem líður. Þegar ég held að það sé ekki séns að elska hann meira þá elska ég hann bara meira. Hvernig er annað hægt.
Hann hefur óteljandi góða kosti og þar má nefna að hann er æðislega góður eiginmaður, pabbi, ógeðslega fyndinn, sniðugur og uppátækjasamur. Það er auðvelt að gleðja hann og okkur leiðist aldrei enda alltaf eitthvað brall í gangi,“ skrifaði Kristín við fallegar myndir af þeim.
Hún lýsir Stefáni sem jákvæðum og góðum manni sem gerir heiminn að betri stað.
„Að hans mati er mánudagur besti dagur vikunnar sem sýnir svo vel hvaða jákvæða góða mann hann hefur að geyma. Á meðan flestir kvarta undan mánudögum þá velur hann að gera þá að besta deginum“
Kristín Sif og Stefán gengu í hnapphelduna þann 23. september í fyrra.
Athöfnin var haldin utandyra í Húsnestá í Mývatnssveit þar sem tónlistarmaðurinn og athafnastjórinn, Bergsveinn Arilíusson, oft kallaður Beggi í Sóldögg, gaf brúðhjónin saman. Að athöfn lokinni var haldið í félagsheimilið Skjólbrekku þar sem veislan fór fram og dansað fram á nótt.
Parið byrjaði saman sumarið 2022 og trúlofuðu sig í desember sama ár.