Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 21:27 Rebekka Saidy var ekki sátt við svörin sem hún fékk fyrst frá Ölmu leigufélagi. Vísir Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. „Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“ Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“
Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira