Gefa sér ekki tíma til að óttast Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2024 11:50 Pípulagningarmenn og fleiri vinna baki brotnu að því að bjarga því sem bjargað verður í Grindavík. Vísir/Arnar Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. Þorsteinn Einarsson, pípulagningarmeistari í Grindavík, leiðir hóp fjörutíu til fimmtíu manna sem vinna nú baki brotnu við að koma rafmagni og heitu og köldu vatni á bæinn. Sjálfur er hann að vinna við að laga kaldavatnsstofnæð sem fór í sundur með þeim afleiðingum að ekkert kalt vatn er á Grindavík. Hann segir að skera þurfi út og skipta um fjörutíu metra kafla á lögninni. Ekkert stórvægilegt tjón Þorsteinn segir að enn sem komið er hafi vinnumenn ekki orðið varir við neitt stórvægilegt tjón á pípulögnum í bænum. „Það eru allir að vinna í kapphlaupi við tímann að koma hita á húsin, athuga hvort þau séu í lagi þar sem vatnið er komið á og svo reyna að frostverja þau sem er ekki hiti á. Sums staðar þar sem er komið heitt vatn er ekki komið rafmagn og þá virkar ekki miðstöðvarkerfið þar sem eru dælur og flókin kerfi. Ekkert rafmagns sé til að mynda á iðnaðarhverfi bæjarins og í Efrahópi, þar sem þrjú hús urðu glóandi hrauni að bráð, sé hvorki heitt vatn né rafmagn. Enginn beygur á mönnum Þorsteinn segir að vinnan hafi gengið vel það sem af er degi. Góð veðurskilyrði séu í Grindavík, lítið frost og logn. „Þetta eru góðar aðstæður, gætu verið verri.“ Er enginn beygur á mönnum? „Nei, maður gefur sér ekki tíma til að hugsa um það. Af því að maður er eiginlega í akkorði við að reyna að bjarga sem mestu. En auðvitað fer maður varlega yfir þar sem eru hættu. Þær leiðir sem eru opnar eru öruggar. Svo eru þarna nokkrir hlutar af bænum sem okkur er bannað að fara inn í.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þorsteinn Einarsson, pípulagningarmeistari í Grindavík, leiðir hóp fjörutíu til fimmtíu manna sem vinna nú baki brotnu við að koma rafmagni og heitu og köldu vatni á bæinn. Sjálfur er hann að vinna við að laga kaldavatnsstofnæð sem fór í sundur með þeim afleiðingum að ekkert kalt vatn er á Grindavík. Hann segir að skera þurfi út og skipta um fjörutíu metra kafla á lögninni. Ekkert stórvægilegt tjón Þorsteinn segir að enn sem komið er hafi vinnumenn ekki orðið varir við neitt stórvægilegt tjón á pípulögnum í bænum. „Það eru allir að vinna í kapphlaupi við tímann að koma hita á húsin, athuga hvort þau séu í lagi þar sem vatnið er komið á og svo reyna að frostverja þau sem er ekki hiti á. Sums staðar þar sem er komið heitt vatn er ekki komið rafmagn og þá virkar ekki miðstöðvarkerfið þar sem eru dælur og flókin kerfi. Ekkert rafmagns sé til að mynda á iðnaðarhverfi bæjarins og í Efrahópi, þar sem þrjú hús urðu glóandi hrauni að bráð, sé hvorki heitt vatn né rafmagn. Enginn beygur á mönnum Þorsteinn segir að vinnan hafi gengið vel það sem af er degi. Góð veðurskilyrði séu í Grindavík, lítið frost og logn. „Þetta eru góðar aðstæður, gætu verið verri.“ Er enginn beygur á mönnum? „Nei, maður gefur sér ekki tíma til að hugsa um það. Af því að maður er eiginlega í akkorði við að reyna að bjarga sem mestu. En auðvitað fer maður varlega yfir þar sem eru hættu. Þær leiðir sem eru opnar eru öruggar. Svo eru þarna nokkrir hlutar af bænum sem okkur er bannað að fara inn í.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira