Þrír kiðlingar fæddir – Vorstemming í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2024 22:01 Stefanía Margrét, fjögurra ára heldur hér á einu kiðinu og mamman, Sigurbjörg Bára er með henni á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír kiðlingar voru að koma í heiminn á bæ á Skeiðunum en einn þeirra fæddist á gos daginn í Grindavík og fékk að sjálfsögðu nafnið Gosa því hún er huðna. Þá eru hinir tveir kiðlingarnir með nöfn handboltastráka í íslenska landsliðinu. Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira