NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2024 18:13 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, ræddi núverandi lagaumhverfi vegna atburðanna í Grindavík. Vísir/Sigurjón Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. „Stofnunin sem slík getur ekki keypt upp eignir sem ekki eru með beinu tjóni,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ í samtali við fréttastofu. Hún segir brunabótamat forsenda vátryggingarfjárhæðar. Eins og fram hefur komið hafa íbúar kallað eftir því að stjórnvöld greiði þá út vegna þess tjóns sem orðið hefur í bænum eftir hamfarirnar þar. Bærinn sé óíbúðarhæfur. Stjórnvöld skoði regluverkið „Hinsvegar þurfum við að hafa í huga að þessi stofnun var sett á stofn í kjölfarið á Heimaeyjargosinu '73 og þá var forveri Náttúruhamfaratryggingar Íslands,, Viðlagatrygging, stofnuð og lagaumgjörðin hún tók sannarlega mið af því hvað hafði átt sér stað í Vestmannaeyjum.“ Þegar snjóflóð hafi orðið fyrir vestan hafi stjórnvöld sett á laggirnar Ofanflóðarstjóð. Þá hafi regluverkið miðast meira út frá því hvað þar hafi átt sér stað. „Mitt mat er það að nú séum við í þriðju tegundinni af mjög alvarlegum atburðum, þar sem ég treysti því, ég treysti stjórnvöldum mjög vel til þess að taka til skoðunar hvaða regluverk er hægt að setja sem grípur fólk í þeim aðstæðum sem þarna eru uppi.“ Þannig að regluverkið sem nú er í gildi, það á ekki við um atburðinn sem stendur nú yfir? „Vissulega hluta af honum. Það tjón sem sannarlega er beint tjón á svæðinu, það er eitthvað sem við grípum en ekki nándar nærri allt sem við myndum vilja geta gripið.“ Hafa metið tvöhundruð eignir Hvað eruð þið búin að meta margar eignir og hvað er mikið eftir? „Þetta eru ríflega tvöhundruð eignir sem er búið að meta og eitthvað vel á annað hundrað eignir sem eru ómetnar ennþá. En við eigum eftir að átta okkur á því hvaða breytingar hafa orðið á þeim eignum sem var búið að meta áður en þessi örlagaríki sunnudagur rann upp.“ Eru einhverjar upplýsingar komnar fram um kostnað? „Nei, ekki sem eru nægilega áreiðanlegar til að svara neitt um það. Það í rauninni skýrist ekki fyrr en það verður öruggt fyrir matsmenn að fara aftur þarna inn á svæðið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
„Stofnunin sem slík getur ekki keypt upp eignir sem ekki eru með beinu tjóni,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ í samtali við fréttastofu. Hún segir brunabótamat forsenda vátryggingarfjárhæðar. Eins og fram hefur komið hafa íbúar kallað eftir því að stjórnvöld greiði þá út vegna þess tjóns sem orðið hefur í bænum eftir hamfarirnar þar. Bærinn sé óíbúðarhæfur. Stjórnvöld skoði regluverkið „Hinsvegar þurfum við að hafa í huga að þessi stofnun var sett á stofn í kjölfarið á Heimaeyjargosinu '73 og þá var forveri Náttúruhamfaratryggingar Íslands,, Viðlagatrygging, stofnuð og lagaumgjörðin hún tók sannarlega mið af því hvað hafði átt sér stað í Vestmannaeyjum.“ Þegar snjóflóð hafi orðið fyrir vestan hafi stjórnvöld sett á laggirnar Ofanflóðarstjóð. Þá hafi regluverkið miðast meira út frá því hvað þar hafi átt sér stað. „Mitt mat er það að nú séum við í þriðju tegundinni af mjög alvarlegum atburðum, þar sem ég treysti því, ég treysti stjórnvöldum mjög vel til þess að taka til skoðunar hvaða regluverk er hægt að setja sem grípur fólk í þeim aðstæðum sem þarna eru uppi.“ Þannig að regluverkið sem nú er í gildi, það á ekki við um atburðinn sem stendur nú yfir? „Vissulega hluta af honum. Það tjón sem sannarlega er beint tjón á svæðinu, það er eitthvað sem við grípum en ekki nándar nærri allt sem við myndum vilja geta gripið.“ Hafa metið tvöhundruð eignir Hvað eruð þið búin að meta margar eignir og hvað er mikið eftir? „Þetta eru ríflega tvöhundruð eignir sem er búið að meta og eitthvað vel á annað hundrað eignir sem eru ómetnar ennþá. En við eigum eftir að átta okkur á því hvaða breytingar hafa orðið á þeim eignum sem var búið að meta áður en þessi örlagaríki sunnudagur rann upp.“ Eru einhverjar upplýsingar komnar fram um kostnað? „Nei, ekki sem eru nægilega áreiðanlegar til að svara neitt um það. Það í rauninni skýrist ekki fyrr en það verður öruggt fyrir matsmenn að fara aftur þarna inn á svæðið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16