„Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2024 23:00 Ármann Höskuldsson segist ekki sjá að Grinvíkingar snúi aftur heim til sín á þessu ári. Vísir/Arnar Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. „Bærinn er orðinn mjög óöruggur. Það eru kannski fyrst og fremst sprungurnar sem liggja í bænum sem ógna mönnum mest. Á meðan goshrinurnar eru að ganga yfir þá er kannski ekki ráðlegt að fólk sé í bænum, og þá þarf að finna fólki annan stað, sambærilegt og var gert í Vestmannaeyjum,“ sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir helsta muninn á stöðu Grindvíkinga núna og Eyjamanna árið 1973 þegar gaus í Heimaey vera að Grindvíkingar gætu þurft að vera lengur frá heimili sínu. Ástandið í Grindavík muni ekki leysast í ár „Það eru engin lát, land rís. Við vitum alveg að það koma fleiri gos. Miðað við hvað land er að rísa hratt á milli þá mun væntanlega vera stutt á milli gosa. Það þýðir að þetta óvissuástand heldur áfram allavega þetta ár. Og ég held alveg klárlega að við verðum ekkert farin að sjá fyrir endann á þessu fyrr en eftir einhver fimm til tíu ár.“ Ármann segir að þegar fari að gjósa í Eldvörpum geti fólk farið að tala um endalok gosa í Grindavík. Hafnarfjörður og Hveragerði gætu verið í hættu Aðspurður um hvort önnur byggð í Reykjanesskaga gæti verið í hættu segir Ármann að það hafi verið skoðað frá árinu 2021. „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður. En kosturinn er sá að við erum búin að sjá hvernig þetta virkar og það þýðir að við getum farið að undirbúa og hanna og gera ráð fyrir því hvernig við bregðumst við ef eitthvað fer þar inn.“ Hann nefnir einnig að ef fari að gjósa við Hengilssvæðið gæti Hveragerði verið í hættu. „Þá er í sjálfu sér orðið stærra vandamál en er núna, því þá eru Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun komnar í hættupakkann. Það þýðir að það færi að kólna hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu. Við búum hér langflest og þurfum mikið heitt vatn. Vonandi er lengra í það, en við verðum klárlega að fara að hugsa til framtíðar og fara að tengja þess ógn í allt skipulag hjá okkur. Þetta er komið til að vera og verður hér næstu 150 til 200 ár.“ Grindavík Hafnarfjörður Hveragerði Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Bærinn er orðinn mjög óöruggur. Það eru kannski fyrst og fremst sprungurnar sem liggja í bænum sem ógna mönnum mest. Á meðan goshrinurnar eru að ganga yfir þá er kannski ekki ráðlegt að fólk sé í bænum, og þá þarf að finna fólki annan stað, sambærilegt og var gert í Vestmannaeyjum,“ sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir helsta muninn á stöðu Grindvíkinga núna og Eyjamanna árið 1973 þegar gaus í Heimaey vera að Grindvíkingar gætu þurft að vera lengur frá heimili sínu. Ástandið í Grindavík muni ekki leysast í ár „Það eru engin lát, land rís. Við vitum alveg að það koma fleiri gos. Miðað við hvað land er að rísa hratt á milli þá mun væntanlega vera stutt á milli gosa. Það þýðir að þetta óvissuástand heldur áfram allavega þetta ár. Og ég held alveg klárlega að við verðum ekkert farin að sjá fyrir endann á þessu fyrr en eftir einhver fimm til tíu ár.“ Ármann segir að þegar fari að gjósa í Eldvörpum geti fólk farið að tala um endalok gosa í Grindavík. Hafnarfjörður og Hveragerði gætu verið í hættu Aðspurður um hvort önnur byggð í Reykjanesskaga gæti verið í hættu segir Ármann að það hafi verið skoðað frá árinu 2021. „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður. En kosturinn er sá að við erum búin að sjá hvernig þetta virkar og það þýðir að við getum farið að undirbúa og hanna og gera ráð fyrir því hvernig við bregðumst við ef eitthvað fer þar inn.“ Hann nefnir einnig að ef fari að gjósa við Hengilssvæðið gæti Hveragerði verið í hættu. „Þá er í sjálfu sér orðið stærra vandamál en er núna, því þá eru Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun komnar í hættupakkann. Það þýðir að það færi að kólna hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu. Við búum hér langflest og þurfum mikið heitt vatn. Vonandi er lengra í það, en við verðum klárlega að fara að hugsa til framtíðar og fara að tengja þess ógn í allt skipulag hjá okkur. Þetta er komið til að vera og verður hér næstu 150 til 200 ár.“
Grindavík Hafnarfjörður Hveragerði Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira