„Skyndilega varð allt þess virði“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. janúar 2024 10:34 Svava Kristín eignaðist frumburð sinn síðastliðinn sunnudag. Svava Kristín Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona eignaðist stúlku 14. janúar síðastliðinn. Fæðingin var löng og erfið og var ákveðið að koma stúlkunni í heiminn með bráðakeisara. „Snemma morguns varð strax ljóst að dagurinn yrði sögulegur eftir að eldgos hófst í Grindavík. Við mamma fylgdumst sorgmæddar með atburðum þar milli hríða. Seinni partinn horfðum við síðan á Ísland Svartfjallaland, ekki fyrsti landsleikurinn sem ég horfi á öskrandi og æpandi en í fyrsta skiptið með glaðloft, mæli alveg með því allavega yfir spennandi handboltaleikjum. Enn eftir leik var ákvörðun tekin að senda mig í keisara þar sem að okkur varð ekkert ágengt. Í miðri aðgerð þurfti að svæfa mig og missti ég því af því þegar að lítil, svolítið stór, fullkomin stelpa kom í heiminn,“ skrifar Svava Kristín við færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún greinir frá komu frumburðarins. Dramatískur lokakafli „Dramatískur lokakafli hjá okkur mæðgum, en við stóðum uppi sem sigurvegarar. Þetta er búið að vera langt ferli hjá mér frá upphafi og hefur ferlið í heild tekið á bæði andlega og líkamlega, allt fram á loka mínútu, en þannig enda oft bestu sigrarnir. Nú erum við mæðgur að njóta hverrar mínútu saman,“ skrifar Svava Kristín í ferlið sem hefur reynst henni erfitt. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í ágúst í fyrra opnaði Svava Kristín sig um ferlið að verða ólétt sem tókst eftir nokkrar tilraunir með aðstoð fyrirtækisins Livio. Hún lýsti slæmri reynslu af fyrirtækinu þar sem samskiptaleysi og skortur af upplýsingum hafi einkennt ferlið frá upphafi. „Ég veit að starfsfólkið vill vel en engin samkeppni á markaðnum gerir það að verkum að fólk vandar sig síður að mínu mati og þyrfti að gera betur,“ sagði Svava Kristín. Hún var ekki tilbúin að bíða lengur eftir hinum eina rétta og ákvað að eignast barn sjálf. Tímamót Frjósemi Barnalán Ástin og lífið Tengdar fréttir Gagnrýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag. 29. ágúst 2023 07:00 „Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. 29. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
„Snemma morguns varð strax ljóst að dagurinn yrði sögulegur eftir að eldgos hófst í Grindavík. Við mamma fylgdumst sorgmæddar með atburðum þar milli hríða. Seinni partinn horfðum við síðan á Ísland Svartfjallaland, ekki fyrsti landsleikurinn sem ég horfi á öskrandi og æpandi en í fyrsta skiptið með glaðloft, mæli alveg með því allavega yfir spennandi handboltaleikjum. Enn eftir leik var ákvörðun tekin að senda mig í keisara þar sem að okkur varð ekkert ágengt. Í miðri aðgerð þurfti að svæfa mig og missti ég því af því þegar að lítil, svolítið stór, fullkomin stelpa kom í heiminn,“ skrifar Svava Kristín við færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún greinir frá komu frumburðarins. Dramatískur lokakafli „Dramatískur lokakafli hjá okkur mæðgum, en við stóðum uppi sem sigurvegarar. Þetta er búið að vera langt ferli hjá mér frá upphafi og hefur ferlið í heild tekið á bæði andlega og líkamlega, allt fram á loka mínútu, en þannig enda oft bestu sigrarnir. Nú erum við mæðgur að njóta hverrar mínútu saman,“ skrifar Svava Kristín í ferlið sem hefur reynst henni erfitt. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í ágúst í fyrra opnaði Svava Kristín sig um ferlið að verða ólétt sem tókst eftir nokkrar tilraunir með aðstoð fyrirtækisins Livio. Hún lýsti slæmri reynslu af fyrirtækinu þar sem samskiptaleysi og skortur af upplýsingum hafi einkennt ferlið frá upphafi. „Ég veit að starfsfólkið vill vel en engin samkeppni á markaðnum gerir það að verkum að fólk vandar sig síður að mínu mati og þyrfti að gera betur,“ sagði Svava Kristín. Hún var ekki tilbúin að bíða lengur eftir hinum eina rétta og ákvað að eignast barn sjálf.
Tímamót Frjósemi Barnalán Ástin og lífið Tengdar fréttir Gagnrýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag. 29. ágúst 2023 07:00 „Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. 29. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Gagnrýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag. 29. ágúst 2023 07:00
„Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. 29. ágúst 2023 21:01