„Eykur óvissuna enn og aftur“ Jón Þór Stefánsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 18. janúar 2024 22:12 Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir aðgerðir dagsins hafa gengið vel miðað við aðstæður. Vísir/Vilhelm Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. „Það gekk bara alveg ágætlega. Auðvitað hefðum við viljað að það hefði gengið betur. Það stóð til að fá her pípulagningamanna til okkar, en af öryggisástæðum töldum við það ekki hægt,“ segir Otti. „En við náðum allavega að moka allar götur.“ Otti segir að í röðum björgunarsveitarinnar og slökkviliðsins séu margir iðnaðarmenn. Því hafi þeir getað notað daginn og farið í hús sem þeir vissu að væru án rafmagns og hita og sinntu viðgerðum. Aðspurður um hvernig honum líði með fréttir af áframhaldandi fréttir af kvikusöfnun og fleiri mögulegum eldgosum segir Otti þær óþægilegar. „Auðvitað líður mér ekkert vel með það. Þetta eykur óvissuna enn og aftur. Óvissan er okkar versti óvinur, en við verðum að vona það besta og við höldum áfram.“ Hann segist enn vera að átta sig á atburðum helgarinnar. „Atburðurinn á sunnudaginn var mjög þungur. Það voru rosalega margir að stefna á að fara heim. Flestir voru að stefna á að gera það á einhverjum tímapunkti, þar með talinn ég. Svo gerist þetta á sunnudaginn og við erum enn að vinna við afleiðingar þess. Maður hefur ekki sest niður til að átta sig á þessu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. 18. janúar 2024 15:44 „Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. 18. janúar 2024 21:25 „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. 17. janúar 2024 23:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Það gekk bara alveg ágætlega. Auðvitað hefðum við viljað að það hefði gengið betur. Það stóð til að fá her pípulagningamanna til okkar, en af öryggisástæðum töldum við það ekki hægt,“ segir Otti. „En við náðum allavega að moka allar götur.“ Otti segir að í röðum björgunarsveitarinnar og slökkviliðsins séu margir iðnaðarmenn. Því hafi þeir getað notað daginn og farið í hús sem þeir vissu að væru án rafmagns og hita og sinntu viðgerðum. Aðspurður um hvernig honum líði með fréttir af áframhaldandi fréttir af kvikusöfnun og fleiri mögulegum eldgosum segir Otti þær óþægilegar. „Auðvitað líður mér ekkert vel með það. Þetta eykur óvissuna enn og aftur. Óvissan er okkar versti óvinur, en við verðum að vona það besta og við höldum áfram.“ Hann segist enn vera að átta sig á atburðum helgarinnar. „Atburðurinn á sunnudaginn var mjög þungur. Það voru rosalega margir að stefna á að fara heim. Flestir voru að stefna á að gera það á einhverjum tímapunkti, þar með talinn ég. Svo gerist þetta á sunnudaginn og við erum enn að vinna við afleiðingar þess. Maður hefur ekki sest niður til að átta sig á þessu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. 18. janúar 2024 15:44 „Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. 18. janúar 2024 21:25 „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. 17. janúar 2024 23:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. 18. janúar 2024 15:44
„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. 18. janúar 2024 21:25
„Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. 17. janúar 2024 23:00