Þórsarar áfram í toppslagnum eftir sigur gegn Breiðablik Snorri Már Vagnsson skrifar 20. janúar 2024 20:06 Allee og Wnkr mættust í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Þór mættu Breiðabliki í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Leikurinn var spilaður á Inferno og hófu Þór leika í vörn. Blikar byrjuðu leikinn með betri fætinum og sigruðu skammbyssulotuna eftir frábæra frammistöðu Viruzar. Leikurinn var þó fljótur að snúast í þeirra höndum, en Þórsarar sigruðu sex lotur í röð, staðan þá 6-1. Blikar leyfðu þeim rauðu þó ekki að stinga af og sigruðu tvær næstu lotur, 6-3. Þór héldu þó haus fram að hálfleik og sigruðu allar loturnar sem eftir voru. Staðan í hálfleik: Þór 9-3 Breiðablik Blikar byrjuðu seinni hálfleik líkt og þann fyrri og sigruðu skammbyssulotuna. Þórsarar áttu þó stutt í mark og reyndist það þeim lítil þolraun að ljúka leiknum. Sigurlotur Blika urðu ekki fleiri og Þór stóðu eftir með sigurinn. Lokatölur: Þór 13-4 Breiðablik Breiðablik er áfram í miðjuslag deildarinnar með 14 stig en Þór fylgja hælum NOCCO Dusty og eru jafnir þeim með 24 stig, en Dusty sigraði sinn leik fyrr í kvöld. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn
Leikurinn var spilaður á Inferno og hófu Þór leika í vörn. Blikar byrjuðu leikinn með betri fætinum og sigruðu skammbyssulotuna eftir frábæra frammistöðu Viruzar. Leikurinn var þó fljótur að snúast í þeirra höndum, en Þórsarar sigruðu sex lotur í röð, staðan þá 6-1. Blikar leyfðu þeim rauðu þó ekki að stinga af og sigruðu tvær næstu lotur, 6-3. Þór héldu þó haus fram að hálfleik og sigruðu allar loturnar sem eftir voru. Staðan í hálfleik: Þór 9-3 Breiðablik Blikar byrjuðu seinni hálfleik líkt og þann fyrri og sigruðu skammbyssulotuna. Þórsarar áttu þó stutt í mark og reyndist það þeim lítil þolraun að ljúka leiknum. Sigurlotur Blika urðu ekki fleiri og Þór stóðu eftir með sigurinn. Lokatölur: Þór 13-4 Breiðablik Breiðablik er áfram í miðjuslag deildarinnar með 14 stig en Þór fylgja hælum NOCCO Dusty og eru jafnir þeim með 24 stig, en Dusty sigraði sinn leik fyrr í kvöld.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn