Tilþrifin: RavlE umkringir sig í reyk og gabbar fjóra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 15:00 Triple G náði ekki að finna RavlE frekar en aðrir meðlimið FH. Stöð 2 eSport Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í Counter Strike eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NOCCO Dusty sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. NOCCO Dusty vann góðan endurkomusigur gegn FH á öðrum Ofurleugardegi tímabilsins í gær þar sem heil umferð fór fram. FH-ingar unnu fyrstu sex lotur viðureignarinnar, en Dusty snéri taflinu við og vann að lokum 13-8 sigur. Það var einmitt eftir þessa 6-0 byrjun FH sem RavlE sýndi bestu tilþrif gærkvöldsins. Hann var þá einn á móti fjórum meðlimum FH, en í staðinn fyrir að reyna að berjast í gegnum andstæðinga sína ákvað RavlE einfaldlega að fela sig. RavlE kom sér fyrir hjá sprengjunni og sleppti reyksprengju við lappirnar á sér. FH-ingar náðu ekki að finna RavlE sem aftengdi sprengjuna óáreyttur og hóf endurkomuna fyrir Dusty. Klippa: Elko tilþrifin: RavlE umkringir sig í reyk og gabbar fjóra Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti
NOCCO Dusty vann góðan endurkomusigur gegn FH á öðrum Ofurleugardegi tímabilsins í gær þar sem heil umferð fór fram. FH-ingar unnu fyrstu sex lotur viðureignarinnar, en Dusty snéri taflinu við og vann að lokum 13-8 sigur. Það var einmitt eftir þessa 6-0 byrjun FH sem RavlE sýndi bestu tilþrif gærkvöldsins. Hann var þá einn á móti fjórum meðlimum FH, en í staðinn fyrir að reyna að berjast í gegnum andstæðinga sína ákvað RavlE einfaldlega að fela sig. RavlE kom sér fyrir hjá sprengjunni og sleppti reyksprengju við lappirnar á sér. FH-ingar náðu ekki að finna RavlE sem aftengdi sprengjuna óáreyttur og hóf endurkomuna fyrir Dusty. Klippa: Elko tilþrifin: RavlE umkringir sig í reyk og gabbar fjóra
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti