Mafíu-trendið sem tröllríður TikTok Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. janúar 2024 13:09 Blaðamaður ræddi við nokkrar skvísur um nýjasta samfélagsmiðla trendið. SAMSETT Samfélagsmiðlar geta haft gríðarleg áhrif á tískubylgjur hvort sem það er í fatnaði, förðun, tónlist, kvikmyndum eða öðru. Nýtt trend tröllríður nú samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Það snýr að ýktum glamúr stíl sem kallast mafíu-eiginkonu fagurfræðin eða „Mob wife aesthetic“. Innblásturinn er sóttur í tískuna en tengist að engu leyti skipulagðri glæpastarfsemi. Það sem einkennir þetta trend er meðal annars gyllt og mikið skart, stórir pelsar, svartur og þröngur klæðnaður undir, hlébarðamunstur, rauðar neglur og dramatísk förðun. @mikaylatoninato I was honestly made for this #mobwife #mobwifeaesthetic #cleangirl #cleangirlaesthetic #mobwifewinter #style #styletips original sound - mikayla Stórstjörnur á borð við Dua Lipa, Kylie Jenner og Sofia Vergara hafa skartað slíkum stíl og sömuleiðis íslenskar stjörnur á borð við Sunnevu Einarsdóttur, Sögu Sigurðardóttur, Ástrósu Traustadóttur og Heiði Ósk. Blaðamaður ræddi við þær og fékk góð ráð til að rokka stílinn. Tónlistarkonan Dua Lipa er meðal þeirra sem rokka Mob wife stílinn. Gotham/GC Images Ástrós Traustadóttir, dansari og áhrifavaldur: View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) „Það sem ég er mest hrifin af við þetta trend er klárlega the BOLD jewellery, eða áberandi skartið. Mér finnst mjög gaman að poppa upp á afslöppuð lúkk með miklu og flottu skarti. Þetta er líka yfirleitt gull skart og ég er klárlega gull týpan. Svo á ég líka þó nokkra vintage loðjakka í minum fataskap sem hefur alltaf verið það sem ég vel yfir veturinn. Þetta er því mjög hentugt trend fyrir okkur Íslendinga þar sem það er kalt nánast allan ársins hring. Áður var hið svokallaða „clean girl“ trend við völd sem einkennist af mjög stílhreinu lúkki og ég hugsa að ég blandi þessu svolítið saman. Mér finnst Michelle Pfeiffer til dæmis gera það ótrúlega vel í Scarface enda er hún hin eina sanna mob-wife þar. Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík MakeUp School: View this post on Instagram A post shared by HEIÐUR ÓSK (@heidurosk) „Ég elska allt sem tengist Mob Wife trendinu. Eftir smá tíma af clean girl og afslöppuðu trendunum var kominn tími á aðeins meira af drama. Mob Wife förðun einkennist af espresso lituðum augnskugga, augnblýanti, augnhárum og möttum tónum. Það má segja að hið fræga latte-makeup sé tekið á annað level. Ólíkt því sem við erum búin að sjá síðustu ár þá hef ég verið að taka eftir því að parað er saman dökkbrúnar og rauðtóna varir með dramatískri augnförðun. Það er smá meira er meira (e. more is more) í gangi. Þekja á húðinni er frá milli til mikils, rauð brúnir tónar, dökkir espresso litir og mikil áhrif frá ítölskum kúltúr. Lúkkið er síðan toppað með fallegu messy updo, stórum krullum og miklu volume í hárinu. Mitt besta tips til að ná fram Mob Wife lookinu er svartur augnblýantur, setja hann í votlínu og rétt fyrir ofan augnhárin, smudge-a honum vel, bæta síðan við einum möttum brúnum augnskugga og blanda hann vel í glóbuslínuna og niður á augnlokið. Endurtakið sömu skref fyrir neðri augnlínu og toppið síðan lúkkið með möttum rauðbrúnum vörum.“ Sunneva Einarsdóttir, raunveruleikastjarna, hlaðvarpsstýra og áhrifavaldur: View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdo ttir (@sunnevaeinarss) „Það sem mér finnst skemmtilegast við mob wife lúkkið er að þetta gefur manni tækifæri til að thrifta, það er að segja þræða nytjamarkaðina og finna til dæmis gamlar kápur, allt sem er í hlébarðamynstri og annað flott. Það er skemmtilegt að nota fullt af gullskartgripum, eins mikið og þið getið, og hlaða því vel á sig. Þetta trend snýst mikið um fylgihlutina, sokkabuxur, leður og það að lúkka eins og milljón dollarar en lúkkið þarf samt alls ekki að vera dýrt. Það sem fellur inn í mob wife lúkkið er meðal annars vintage sólgleraugu, gamlir pelsar, rauðar neglur, french tip á neglur og í raun allt sem clean girl fagurfræðin er ekki. Förðunin er meira út um allt og áberandi. Ég mæli með því að fara bara í skápanna hjá frænku, mömmu eða ömmu og finna eitthvað sem þér finnst passa við þetta. Það er hægt að túlka þetta trend á alls konar vegu og taka þátt í því á mjög svo fjölbreyttan hátt.“ Saga Sigurðardóttir, ljósmyndari og listakona: View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) „Ég elska TikTok og elska að þetta trend sé svona vinsælt núna. Mér finnst þessi stíll mjög hentugur fyrir mig því fatastíllinn minn er „mob wife“ fyrir. Síðar kápur, stórir og glitrandi skartgripir og stór svört sólgleraugu. Svo er ég oft í einhverju einföldu undir, eins og svörtum samfestingum eða svörtum lögum af ull með belti við. Ég er á því að það að gramsa á nytjamörkuðum og í vintage búðum sé að koma mjög sterkt inn aftur, sem ég er ótrúlega ánægð með og það passar vel inn í mob wife stílinn. Það er alveg málið að minnka neyslu, kaupa vandaðra og kaupa notað, sérstaklega merkjavöru.“ Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Hár og förðun TikTok Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Innblásturinn er sóttur í tískuna en tengist að engu leyti skipulagðri glæpastarfsemi. Það sem einkennir þetta trend er meðal annars gyllt og mikið skart, stórir pelsar, svartur og þröngur klæðnaður undir, hlébarðamunstur, rauðar neglur og dramatísk förðun. @mikaylatoninato I was honestly made for this #mobwife #mobwifeaesthetic #cleangirl #cleangirlaesthetic #mobwifewinter #style #styletips original sound - mikayla Stórstjörnur á borð við Dua Lipa, Kylie Jenner og Sofia Vergara hafa skartað slíkum stíl og sömuleiðis íslenskar stjörnur á borð við Sunnevu Einarsdóttur, Sögu Sigurðardóttur, Ástrósu Traustadóttur og Heiði Ósk. Blaðamaður ræddi við þær og fékk góð ráð til að rokka stílinn. Tónlistarkonan Dua Lipa er meðal þeirra sem rokka Mob wife stílinn. Gotham/GC Images Ástrós Traustadóttir, dansari og áhrifavaldur: View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) „Það sem ég er mest hrifin af við þetta trend er klárlega the BOLD jewellery, eða áberandi skartið. Mér finnst mjög gaman að poppa upp á afslöppuð lúkk með miklu og flottu skarti. Þetta er líka yfirleitt gull skart og ég er klárlega gull týpan. Svo á ég líka þó nokkra vintage loðjakka í minum fataskap sem hefur alltaf verið það sem ég vel yfir veturinn. Þetta er því mjög hentugt trend fyrir okkur Íslendinga þar sem það er kalt nánast allan ársins hring. Áður var hið svokallaða „clean girl“ trend við völd sem einkennist af mjög stílhreinu lúkki og ég hugsa að ég blandi þessu svolítið saman. Mér finnst Michelle Pfeiffer til dæmis gera það ótrúlega vel í Scarface enda er hún hin eina sanna mob-wife þar. Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík MakeUp School: View this post on Instagram A post shared by HEIÐUR ÓSK (@heidurosk) „Ég elska allt sem tengist Mob Wife trendinu. Eftir smá tíma af clean girl og afslöppuðu trendunum var kominn tími á aðeins meira af drama. Mob Wife förðun einkennist af espresso lituðum augnskugga, augnblýanti, augnhárum og möttum tónum. Það má segja að hið fræga latte-makeup sé tekið á annað level. Ólíkt því sem við erum búin að sjá síðustu ár þá hef ég verið að taka eftir því að parað er saman dökkbrúnar og rauðtóna varir með dramatískri augnförðun. Það er smá meira er meira (e. more is more) í gangi. Þekja á húðinni er frá milli til mikils, rauð brúnir tónar, dökkir espresso litir og mikil áhrif frá ítölskum kúltúr. Lúkkið er síðan toppað með fallegu messy updo, stórum krullum og miklu volume í hárinu. Mitt besta tips til að ná fram Mob Wife lookinu er svartur augnblýantur, setja hann í votlínu og rétt fyrir ofan augnhárin, smudge-a honum vel, bæta síðan við einum möttum brúnum augnskugga og blanda hann vel í glóbuslínuna og niður á augnlokið. Endurtakið sömu skref fyrir neðri augnlínu og toppið síðan lúkkið með möttum rauðbrúnum vörum.“ Sunneva Einarsdóttir, raunveruleikastjarna, hlaðvarpsstýra og áhrifavaldur: View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdo ttir (@sunnevaeinarss) „Það sem mér finnst skemmtilegast við mob wife lúkkið er að þetta gefur manni tækifæri til að thrifta, það er að segja þræða nytjamarkaðina og finna til dæmis gamlar kápur, allt sem er í hlébarðamynstri og annað flott. Það er skemmtilegt að nota fullt af gullskartgripum, eins mikið og þið getið, og hlaða því vel á sig. Þetta trend snýst mikið um fylgihlutina, sokkabuxur, leður og það að lúkka eins og milljón dollarar en lúkkið þarf samt alls ekki að vera dýrt. Það sem fellur inn í mob wife lúkkið er meðal annars vintage sólgleraugu, gamlir pelsar, rauðar neglur, french tip á neglur og í raun allt sem clean girl fagurfræðin er ekki. Förðunin er meira út um allt og áberandi. Ég mæli með því að fara bara í skápanna hjá frænku, mömmu eða ömmu og finna eitthvað sem þér finnst passa við þetta. Það er hægt að túlka þetta trend á alls konar vegu og taka þátt í því á mjög svo fjölbreyttan hátt.“ Saga Sigurðardóttir, ljósmyndari og listakona: View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) „Ég elska TikTok og elska að þetta trend sé svona vinsælt núna. Mér finnst þessi stíll mjög hentugur fyrir mig því fatastíllinn minn er „mob wife“ fyrir. Síðar kápur, stórir og glitrandi skartgripir og stór svört sólgleraugu. Svo er ég oft í einhverju einföldu undir, eins og svörtum samfestingum eða svörtum lögum af ull með belti við. Ég er á því að það að gramsa á nytjamörkuðum og í vintage búðum sé að koma mjög sterkt inn aftur, sem ég er ótrúlega ánægð með og það passar vel inn í mob wife stílinn. Það er alveg málið að minnka neyslu, kaupa vandaðra og kaupa notað, sérstaklega merkjavöru.“
Tíska og hönnun Samfélagsmiðlar Hár og förðun TikTok Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira