Veit ekki hver birti framboðslega mynd af honum en útilokar ekkert Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2024 17:47 Jón Gnarr einbeitir sér að því að æfa leikrit á Akureyri. Vísir/Vilhelm Einhverjir ráku upp stór augu í dag þegar Facebook-síða Besta flokksins sáluga var uppfærð í fyrsta skipti í fleiri ár. Þar birtist ansi framboðsleg brjóstmynd af Jóni Gnarr, stofnanda flokksins. Hann segist ekki bera ábyrgð á breytingunni og ekki hafa tekið neina ákvörðun um nokkurs konar framboð. Meðal þeirra sem ráku upp stór augu var útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X. pic.twitter.com/oPdmk4iXGg— Tómas (@tommisteindors) January 22, 2024 Vísir ákvað að heyra í Jóni til þess að athuga hvort hann ætlaði sér að verða forseti lýðveldisins. Jón var úti að labba með hundinn sinn í Eyjafjarðarsveit en gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. „Ég er núna fyrir norðan að æfa leikritið And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, og er svolítið á kafi í því. Það standa yfir æfingar svo ég hef ekki haft tíma til að taka einhverjar ákvarðanir eða gefa eitthvað svar,“ segir Jón en útilokar þó ekki neitt. „Á maður nokkurn tímann að útiloka eitthvað?“ Þá segir Jón að hann viti ekki hver sá um að breyta bæði forsíðu- og opnumynd Facebook-síðu Besta flokksins. Hann hafi raunar haldið að síðan héti nú Björt framtíð, eftir að Besti flokkurinn lagði upp laupana. Talsverður fjöldi fólks hafi aðgang að síðunni til þess að gera breytingar. Loks þótti honum, líkt og blaðamanni, nokkuð fyndið að vefsíðan bestiflokkurinn.is beini lesendum sínum inn á indónesíska veðmálasíðu. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Meðal þeirra sem ráku upp stór augu var útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X. pic.twitter.com/oPdmk4iXGg— Tómas (@tommisteindors) January 22, 2024 Vísir ákvað að heyra í Jóni til þess að athuga hvort hann ætlaði sér að verða forseti lýðveldisins. Jón var úti að labba með hundinn sinn í Eyjafjarðarsveit en gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. „Ég er núna fyrir norðan að æfa leikritið And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, og er svolítið á kafi í því. Það standa yfir æfingar svo ég hef ekki haft tíma til að taka einhverjar ákvarðanir eða gefa eitthvað svar,“ segir Jón en útilokar þó ekki neitt. „Á maður nokkurn tímann að útiloka eitthvað?“ Þá segir Jón að hann viti ekki hver sá um að breyta bæði forsíðu- og opnumynd Facebook-síðu Besta flokksins. Hann hafi raunar haldið að síðan héti nú Björt framtíð, eftir að Besti flokkurinn lagði upp laupana. Talsverður fjöldi fólks hafi aðgang að síðunni til þess að gera breytingar. Loks þótti honum, líkt og blaðamanni, nokkuð fyndið að vefsíðan bestiflokkurinn.is beini lesendum sínum inn á indónesíska veðmálasíðu.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira