Fram kemur á vef Veðurstofunnar að spáð sé sunnan 18-25 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum. Þá verður varasamt ferðaveður. Veðurviðvaranir ná til flestra hluta landsins frá því í fyrramálið og þar til eftir hádegi á morgun.
Gul veðurviðvörun verður í gildi á Suðurlandi og á Faxaflóa frá klukkan 04:00 til 09:00. Á Breiðafirði er spáð 18-25 metrum á sekúndu, hvassast á Snæfellsnesi og er veðurviðvörun í gildi frá 05:30 til 15:00.
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er veðurviðvörunin í gildi frá klukkan 06:00 til 11:00. Á Norðurlandi eystra er hún í gildi frá 07:00 til 12:30. Þar er spáð sunnan 18 til 25 metrum á sekúndu og verða vindhviður staðbundið yfir 35 metrum á sekúndu.
Á Austurlandi að Glettingi spáir sama veðri og á Norðurlandi eystra og er gul veðurviðvörun í gildi frá 07:00 til 13:30 á morgun. Sömu sögu er að segja af Austfjörðum, þar er gul veðurviðvörun í gildi frá 07:00 til 14:00.
