Færri leituðu til Stígamóta og fækkar á biðlista Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2024 11:54 Drífa Snædal tók við sem talskona Stígamóta árið 2023. vísir/vilhelm Færri einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2023 en árin tvö þar á undan. Þá hefur fækkað nokkuð á biðlista sem lengdist töluvert árin 2021 og 2022. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Stígamóta. Þar segir að 839 manns hafi leitað til samtakanna í fyrra en Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi. Af þeim fjölda leituðu 373 til samtakanna í fyrsta skipti. Heildarfjöldi ráðgjafarviðtala á síðasta ári var 3.212 en hjá Stígamótum vinna að jafnaði tíu til ellefu ráðgjafar. Í tilkynningu frá Stígamótum segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, að í lok árs 2023 hafi ráðgjöfum verið fjölgað tímabundið til að vinna niður biðlista. Hlutastörf og fæðingarorlof í upphafi árs höfðu áhrif á viðveru ráðgjafa. Um nýliðin áramót voru 169 manns á biðlista hjá Stígamótum samanborið við 235 og 200 áramótin tvö á undan. „Þetta þýðir að enn er rúmlega tveggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali hjá Stígamótum þó vissulega séu gerðar undantekningar ef málin þola enga bið. Það á einkum við um ungar konur, brotaþolar hvers mál eru í hámæli í fjölmiðlum og þeirri streitu sem því fylgir og fólk sem eru að reyna að brjótast úr vændi. “ Færri leituðu til Stígamóta í fyrra en árin tvö á undan. Stígamót hafa síðustu ár boðið uppá viðtöl við aðstandendur brotaþola og á síðasta ári leituðu 102 nýir aðstandendur til Stígamóta. „Eðli málsins samkvæmt fá þeir ekki mörg viðtöl hver, en það getur verið gríðarleg hjálp fyrir brotaþola að nánustu aðstandendur komi, þó ekki sé nema í eitt skipti til að fá ráðgjöf um afleiðingar kynferðisbrota.“ Drífa segir að í kjölfar aukinnar umræðu og þekkingar á ofbeldismálum með fjölda lítilla og stórra byltinga upp úr árinu 2016 hafi ásókn til Stígamóta aukist mjög hressilega. Aðsókn hafi haldist mikil og stöðug síðustu árin. „Það var brotið blað í sögu Stígamóta þegar nauðsynlegt reyndist að koma upp biðlista árið 2020 og síðan hefur verið sífelld barátta að stytta hann og útrýma. Ráðgjöfum hefur fjölgað síðustu ár og hefur það verið fjármagnað með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Án þeirra fengju helmingi færri brotaþolar aðstoð hjá Stígamótum á hverju ári.“ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. 16. janúar 2024 10:41 Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10. janúar 2024 18:26 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Stígamóta. Þar segir að 839 manns hafi leitað til samtakanna í fyrra en Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi. Af þeim fjölda leituðu 373 til samtakanna í fyrsta skipti. Heildarfjöldi ráðgjafarviðtala á síðasta ári var 3.212 en hjá Stígamótum vinna að jafnaði tíu til ellefu ráðgjafar. Í tilkynningu frá Stígamótum segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, að í lok árs 2023 hafi ráðgjöfum verið fjölgað tímabundið til að vinna niður biðlista. Hlutastörf og fæðingarorlof í upphafi árs höfðu áhrif á viðveru ráðgjafa. Um nýliðin áramót voru 169 manns á biðlista hjá Stígamótum samanborið við 235 og 200 áramótin tvö á undan. „Þetta þýðir að enn er rúmlega tveggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali hjá Stígamótum þó vissulega séu gerðar undantekningar ef málin þola enga bið. Það á einkum við um ungar konur, brotaþolar hvers mál eru í hámæli í fjölmiðlum og þeirri streitu sem því fylgir og fólk sem eru að reyna að brjótast úr vændi. “ Færri leituðu til Stígamóta í fyrra en árin tvö á undan. Stígamót hafa síðustu ár boðið uppá viðtöl við aðstandendur brotaþola og á síðasta ári leituðu 102 nýir aðstandendur til Stígamóta. „Eðli málsins samkvæmt fá þeir ekki mörg viðtöl hver, en það getur verið gríðarleg hjálp fyrir brotaþola að nánustu aðstandendur komi, þó ekki sé nema í eitt skipti til að fá ráðgjöf um afleiðingar kynferðisbrota.“ Drífa segir að í kjölfar aukinnar umræðu og þekkingar á ofbeldismálum með fjölda lítilla og stórra byltinga upp úr árinu 2016 hafi ásókn til Stígamóta aukist mjög hressilega. Aðsókn hafi haldist mikil og stöðug síðustu árin. „Það var brotið blað í sögu Stígamóta þegar nauðsynlegt reyndist að koma upp biðlista árið 2020 og síðan hefur verið sífelld barátta að stytta hann og útrýma. Ráðgjöfum hefur fjölgað síðustu ár og hefur það verið fjármagnað með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Án þeirra fengju helmingi færri brotaþolar aðstoð hjá Stígamótum á hverju ári.“
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. 16. janúar 2024 10:41 Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10. janúar 2024 18:26 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01
Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. 16. janúar 2024 10:41
Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10. janúar 2024 18:26