Varanlega hreyfihömluð en fær ekki bíl vegna skorts á vottorði Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2024 18:55 Margrét Lilja hefur notað hjólastól frá árinu 2017. Hún segir svo virðast sem Tryggingastofnun hafi áhyggjur af því að hún standi skyndilega upp úr stólnum. Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur í tuttugu mánuði undirbúið bílakaup en þarf að byrja upp á nýtt þar sem áður samþykktur styrkur hefur verið felldur úr gildi. Ástæðan er sú að hreyfihömlunarvottorð hennar rann út um áramót. Margrét Lilja er varanlega hreyfihömluð. „Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“ Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“
Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira