Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2024 20:01 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Hjalti Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. Flest mál á ríkisstjórnarfundi í morgun sneru að Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fjölda aðgerða í mótun sem miði að því að koma Grindvíkingum í skjól. „Við ætlum að leysa Grindvíka undan skuldbindingum sínum í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Við erum enn að skoða mögulegar leiðir en það er enn óbreytt áætlun að því leiti að við væntum þess að frumvarp sem taki á málinu verði kynnt í byrjun febrúar og ég hef trú á því að það gangi eftir,“ segir Katrín. Enn sé ekki búið að ákveða, hvort förgunargjald sem húseiganda ber að greiða þegar altjón verður á húsnæði, verði afnumið. „Það liggur ekki fyrir endanlega niðurstaða varðandi það en grundvöllur okkar tillagna er að tryggja jafnræði meðal íbúa í Grindavík,“ segir Katrín. Fjöldi frumvarpa og aðgerða í vinnslu Nú þegar eru sjö frumvörp sem snerta Grindavík komin fram og fleiri eru í bígerð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra er meðal þeirra sem undirbýr nokkur slík. Hún segir afar mikilvægt að auka framboð á húsnæði svo verðbólga fari ekki á skrið. „Við erum með átta aðgerðir sem eiga að auka framboð á íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með nokkur frumvörp í smíðum, eitt miðar að því að endurskilgreina þær íbúðir sem hafa verið skráðar sem íbúðahúsnæði en eru svo í raun og veru notaðar í atvinnuskyni. Í öðru lagi erum við að fara að auka eftirlit með þessum markaði og koma fram með skattalega hvata svo fleiri íbúðir komi í umferð og sölu,“ segir Lilja. Unnið að lausn fyrir ferðaþjónustuna Þá sé unnið að lausnum fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Bláa lónið sé meðal fyrirtækja sem þurfi að grípa vegna ástandsins. „Bláa lónið er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn þannig að lokun þar getur haft áhrif á fjölda þeirra sem heimsækja landið. . Auðvitað erum við alltaf að hugsa um öryggi fólks en líka að reyna að vinna með þessa áhættu á ábyrgan hátt,“ segir Lilja að lokum. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Flest mál á ríkisstjórnarfundi í morgun sneru að Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fjölda aðgerða í mótun sem miði að því að koma Grindvíkingum í skjól. „Við ætlum að leysa Grindvíka undan skuldbindingum sínum í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Við erum enn að skoða mögulegar leiðir en það er enn óbreytt áætlun að því leiti að við væntum þess að frumvarp sem taki á málinu verði kynnt í byrjun febrúar og ég hef trú á því að það gangi eftir,“ segir Katrín. Enn sé ekki búið að ákveða, hvort förgunargjald sem húseiganda ber að greiða þegar altjón verður á húsnæði, verði afnumið. „Það liggur ekki fyrir endanlega niðurstaða varðandi það en grundvöllur okkar tillagna er að tryggja jafnræði meðal íbúa í Grindavík,“ segir Katrín. Fjöldi frumvarpa og aðgerða í vinnslu Nú þegar eru sjö frumvörp sem snerta Grindavík komin fram og fleiri eru í bígerð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra er meðal þeirra sem undirbýr nokkur slík. Hún segir afar mikilvægt að auka framboð á húsnæði svo verðbólga fari ekki á skrið. „Við erum með átta aðgerðir sem eiga að auka framboð á íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með nokkur frumvörp í smíðum, eitt miðar að því að endurskilgreina þær íbúðir sem hafa verið skráðar sem íbúðahúsnæði en eru svo í raun og veru notaðar í atvinnuskyni. Í öðru lagi erum við að fara að auka eftirlit með þessum markaði og koma fram með skattalega hvata svo fleiri íbúðir komi í umferð og sölu,“ segir Lilja. Unnið að lausn fyrir ferðaþjónustuna Þá sé unnið að lausnum fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Bláa lónið sé meðal fyrirtækja sem þurfi að grípa vegna ástandsins. „Bláa lónið er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn þannig að lokun þar getur haft áhrif á fjölda þeirra sem heimsækja landið. . Auðvitað erum við alltaf að hugsa um öryggi fólks en líka að reyna að vinna með þessa áhættu á ábyrgan hátt,“ segir Lilja að lokum.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira