Miklar umferðartafir við Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 09:18 Almannavarnir hyggjast gefa út tilkynningu vegna málsins. Vísir/Arnar Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. Íbúi í Grindavík hafði samband við fréttastofu vegna málsins. Þá var viðkomandi að snúa við og sagði þó nokkurn fjölda hafa ákveðið að snúa við. Töluverðar tafir eru á vettvangi og eru dæmi um bíla sem eru fastir vegna færðar. Frá og með deginum í dag hefur staðið til að hleypa Grindvíkingum inn í bæinn í hollum til að vitja eigna sinna. Aðgengið og áætlanir stjórnvalda voru kynntar á upplýsingafundi í gær. Gangi á með hríðarbyl Í svörum frá upplýsingafulltrúa bæjarins til íbúa á samfélagsmiðlum segir að í morgun hafi verið byrjað klukkan 4:30 að ryðja og hálkuverja vegi. Unnið sé á Nesvegi, Suðurstrandarvegi og Grindavíkurvegi. Það gangi á með hríðarbyl. Veðrið sé ekki að hjálpa. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að fara yfir málin. Fólk er beðið um að bíða rólegt. Erfið veðursskilyrði séu fyrir hendi á svæðinu. Vegagerðin að senda fleiri tæki á vettvang G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við Vísi að fjöldi tækja á vegum Vegagerðarinnar sé á svæðinu að ryðja vegi. Hann segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra. Éljabakki sé yfir svæðinu og mikil snjókoma. Það séu snjóruðningstæki á Nesvegi, Grindavíkurvegi og Krýsuvíkurvegi. G. Pétur segir ekki auðvelt að þjónusta Krýsuvíkurveg á veturna. Í tilfellum líkt og í dag væri hann einfaldlega lokaður vegna veðurs. Einstefnan til að koma í veg fyrir flöskuháls Í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birtist á Facebook síðu hans í morgun segir að einstefna inn og út úr bænum hafi ekkert með starfsemi í Bláa lóninu að gera. Ekki er tekið fram hvers vegna þetta er sérstaklega tekið fram. „Þær upplýsingar fengust frá Almannavörnum að ástæða þess að farið er einstefnu-leið til Grindavíkur (inn Suðurstrandaveg og út Norðurljósaveg) er til að tryggja hnökralaust flæði. T.d. ef að einhver er ekki með kóða sem virkar eða ef snúa þarf aðilum frá,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert rými er til þess ef báðar akstursstefnur eru notaðar um Grindavíkurveg og Norðurljósaveg. Með þessu er verið að koma í veg fyrir stíflu eða flöskuháls.“ Í tilkynningu á vef bæjarins segir að vegna snjós verði ekki hægt að fara inn á gámasvæði og hesthúsahverfi í dag. Segir að veður sé ekki að gera verkefninu auðvelt fyrir og því verði ekki hægt að fara inn á svæði A1 sem er gámasvæðið né inn á hesthúsahverfið sem er innan B1 fyrr en náðst hefur að ryðja snjó og tryggja aðgengi bíla. Ekki kunnugt um slys á fólki Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að veður á svæðinu sé óhagstætt. Það gangi á með éljum. Hann segir að verið sé að greiða úr færðinni. Staðan sé stöðugt endurmetin. Honum er ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki í umferðartöfum morgunsins. Frétt uppfærð kl. 11:39: Í nýrri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að búið sé að losa bíla sem sátu fastir í snjó. Unnið hafi verið að snjómokstri á Krýsuvíkurvegi frá því um klukkan fjögur í nótt. Með morgninum hafi veðrið versnað hratt með snjókomu og skafrenningi sem hafi haft áhrif á færðina. Vegfarendur eru beðnir um að huga vel að aðstæðum til aksturs, þar sem nú er hávetur. Grindavík Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Íbúi í Grindavík hafði samband við fréttastofu vegna málsins. Þá var viðkomandi að snúa við og sagði þó nokkurn fjölda hafa ákveðið að snúa við. Töluverðar tafir eru á vettvangi og eru dæmi um bíla sem eru fastir vegna færðar. Frá og með deginum í dag hefur staðið til að hleypa Grindvíkingum inn í bæinn í hollum til að vitja eigna sinna. Aðgengið og áætlanir stjórnvalda voru kynntar á upplýsingafundi í gær. Gangi á með hríðarbyl Í svörum frá upplýsingafulltrúa bæjarins til íbúa á samfélagsmiðlum segir að í morgun hafi verið byrjað klukkan 4:30 að ryðja og hálkuverja vegi. Unnið sé á Nesvegi, Suðurstrandarvegi og Grindavíkurvegi. Það gangi á með hríðarbyl. Veðrið sé ekki að hjálpa. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að fara yfir málin. Fólk er beðið um að bíða rólegt. Erfið veðursskilyrði séu fyrir hendi á svæðinu. Vegagerðin að senda fleiri tæki á vettvang G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við Vísi að fjöldi tækja á vegum Vegagerðarinnar sé á svæðinu að ryðja vegi. Hann segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra. Éljabakki sé yfir svæðinu og mikil snjókoma. Það séu snjóruðningstæki á Nesvegi, Grindavíkurvegi og Krýsuvíkurvegi. G. Pétur segir ekki auðvelt að þjónusta Krýsuvíkurveg á veturna. Í tilfellum líkt og í dag væri hann einfaldlega lokaður vegna veðurs. Einstefnan til að koma í veg fyrir flöskuháls Í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birtist á Facebook síðu hans í morgun segir að einstefna inn og út úr bænum hafi ekkert með starfsemi í Bláa lóninu að gera. Ekki er tekið fram hvers vegna þetta er sérstaklega tekið fram. „Þær upplýsingar fengust frá Almannavörnum að ástæða þess að farið er einstefnu-leið til Grindavíkur (inn Suðurstrandaveg og út Norðurljósaveg) er til að tryggja hnökralaust flæði. T.d. ef að einhver er ekki með kóða sem virkar eða ef snúa þarf aðilum frá,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert rými er til þess ef báðar akstursstefnur eru notaðar um Grindavíkurveg og Norðurljósaveg. Með þessu er verið að koma í veg fyrir stíflu eða flöskuháls.“ Í tilkynningu á vef bæjarins segir að vegna snjós verði ekki hægt að fara inn á gámasvæði og hesthúsahverfi í dag. Segir að veður sé ekki að gera verkefninu auðvelt fyrir og því verði ekki hægt að fara inn á svæði A1 sem er gámasvæðið né inn á hesthúsahverfið sem er innan B1 fyrr en náðst hefur að ryðja snjó og tryggja aðgengi bíla. Ekki kunnugt um slys á fólki Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að veður á svæðinu sé óhagstætt. Það gangi á með éljum. Hann segir að verið sé að greiða úr færðinni. Staðan sé stöðugt endurmetin. Honum er ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki í umferðartöfum morgunsins. Frétt uppfærð kl. 11:39: Í nýrri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að búið sé að losa bíla sem sátu fastir í snjó. Unnið hafi verið að snjómokstri á Krýsuvíkurvegi frá því um klukkan fjögur í nótt. Með morgninum hafi veðrið versnað hratt með snjókomu og skafrenningi sem hafi haft áhrif á færðina. Vegfarendur eru beðnir um að huga vel að aðstæðum til aksturs, þar sem nú er hávetur.
Grindavík Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40