Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 21:05 Víðir ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöld. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. „Það voru talsverðir hnökrar í morgun, út af veðrinu fyrst og fremst. Það gekk illa að halda Krýsuvíkurveginum og Suðurstrandarveginum opnum til að byrja með. Um tíuleytið var þetta farið að rúlla ágætlega og þetta gekk síðan bara mjög vel í dag. Ég get ekki sagt annað en að það hafi gert það. Við vorum með okkar fólk þarna í Grindavík og það hitti mjög mikið af íbúum,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna. Rætt var við hann í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Sorg er orð sem maður heyrði nokkrum sinnum í dag. Þetta eru auðvitað ólýsanlegar aðstæður, að vera að skammtað þrjá klukkutíma til að fara heim, taka eitthvað af dótinu sínu og vita ekki hvað tekur við. Þetta eru náttúrulega bara aðstæður sem ég held að ekkert okkar geti sett sig í.“ Ráða illa við veðrið Í dag hefur komið fram gagnrýni á skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík. Fólk er látið keyra um Suðurstrandarveg til Grindavíkur, og margir sem fara því um Krýsuvíkurveg á leið sinni. „Við ráðum náttúrulega illa við veðrið en gerðum okkar besta í að reyna að halda leiðunum opnum,“ sagði Víðir. Raunverulekinn sé sá að valið standi á milli margra vondra möguleika til að leysa verkefnið. „Þetta var niðurstaðan. Bæði vorum við heimamenn með okkur í þessu, sérfræðinga frá Vegagerðinni, umferðarsérfræðinga og aðra í að velja þetta. Menn voru ekki á eitt sáttir, það er bara þannig. En þetta var niðurstaðan og eftir að búið var að opna þarna í morgun þá gekk þetta bara vel,“ sagði Víðir. Aðstæður sem fólk komi inn í séu ólýsanlegar. Reiði fólks og pirringur sé vel skiljanlegur. Víðir segir hættu í bænum metna samskonar og að undanförnu. Mikil hætta sé á sprunguopnunum á sama tíma og landris heldur áfram í Svartsengi. „Þá erum við í þessari óvissu. Það styttist í að sá tími komi að landrisið nái þeirri hæð sem var bæði fyrir 18. desember og 14. janúar. Kannski enn og aftur lendum við á byrjunarreit eftir viku, tíu daga.“ Skjálftar við Bláfjöll ekki til að slá á áhyggjurnar Aðspurður um jarðskjálfta við Bláfjöll segir Víðir tvennt sem Almannavarnir horfi til. Annars vegar hættu á eldgosum líkt og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hefur rætt um. „En ekki síður að þetta er svæðið þar sem stærstu skjálftar í nágrenni Reykjavíkur verða. Við höfum talað um þetta sem hluta af þessari atburðarás. Alveg frá því í janúar 2020 hefur skjálfti við Brennisteinsfjöll verið eitt af því sem við höfum haft áhyggjur af og þær minnka ekki við þetta,“ sagði Víðir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. 29. janúar 2024 14:43 Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. 29. janúar 2024 11:14 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. „Það voru talsverðir hnökrar í morgun, út af veðrinu fyrst og fremst. Það gekk illa að halda Krýsuvíkurveginum og Suðurstrandarveginum opnum til að byrja með. Um tíuleytið var þetta farið að rúlla ágætlega og þetta gekk síðan bara mjög vel í dag. Ég get ekki sagt annað en að það hafi gert það. Við vorum með okkar fólk þarna í Grindavík og það hitti mjög mikið af íbúum,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna. Rætt var við hann í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Sorg er orð sem maður heyrði nokkrum sinnum í dag. Þetta eru auðvitað ólýsanlegar aðstæður, að vera að skammtað þrjá klukkutíma til að fara heim, taka eitthvað af dótinu sínu og vita ekki hvað tekur við. Þetta eru náttúrulega bara aðstæður sem ég held að ekkert okkar geti sett sig í.“ Ráða illa við veðrið Í dag hefur komið fram gagnrýni á skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík. Fólk er látið keyra um Suðurstrandarveg til Grindavíkur, og margir sem fara því um Krýsuvíkurveg á leið sinni. „Við ráðum náttúrulega illa við veðrið en gerðum okkar besta í að reyna að halda leiðunum opnum,“ sagði Víðir. Raunverulekinn sé sá að valið standi á milli margra vondra möguleika til að leysa verkefnið. „Þetta var niðurstaðan. Bæði vorum við heimamenn með okkur í þessu, sérfræðinga frá Vegagerðinni, umferðarsérfræðinga og aðra í að velja þetta. Menn voru ekki á eitt sáttir, það er bara þannig. En þetta var niðurstaðan og eftir að búið var að opna þarna í morgun þá gekk þetta bara vel,“ sagði Víðir. Aðstæður sem fólk komi inn í séu ólýsanlegar. Reiði fólks og pirringur sé vel skiljanlegur. Víðir segir hættu í bænum metna samskonar og að undanförnu. Mikil hætta sé á sprunguopnunum á sama tíma og landris heldur áfram í Svartsengi. „Þá erum við í þessari óvissu. Það styttist í að sá tími komi að landrisið nái þeirri hæð sem var bæði fyrir 18. desember og 14. janúar. Kannski enn og aftur lendum við á byrjunarreit eftir viku, tíu daga.“ Skjálftar við Bláfjöll ekki til að slá á áhyggjurnar Aðspurður um jarðskjálfta við Bláfjöll segir Víðir tvennt sem Almannavarnir horfi til. Annars vegar hættu á eldgosum líkt og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hefur rætt um. „En ekki síður að þetta er svæðið þar sem stærstu skjálftar í nágrenni Reykjavíkur verða. Við höfum talað um þetta sem hluta af þessari atburðarás. Alveg frá því í janúar 2020 hefur skjálfti við Brennisteinsfjöll verið eitt af því sem við höfum haft áhyggjur af og þær minnka ekki við þetta,“ sagði Víðir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. 29. janúar 2024 14:43 Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. 29. janúar 2024 11:14 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. 29. janúar 2024 14:43
Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. 29. janúar 2024 11:14
Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21