Breiðablik vinna sig ofar í miðjuslagnum Snorri Már Vagnsson skrifar 30. janúar 2024 21:54 Blazter og félagar í FH þurftu að lúta í lægra gegn Wnkr og liði Breiðabliks. FH mættu Breiðabliki í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Leikurinn var spilaður á Nuke þar sem Blikar hófu leik í sókn gegn vörn FH-inga. FH-ingar tóku fyrstu lotu leiksins en Blikar voru ekki lengi að vakna. Næstu sjö lotur fóru til Breiðabliks og staðan því 1-7. FH náðu þó að takmarka skaðann inn í hálfleikinn, en TripleG, leikmaður FH leiddi lið sitt til fjögurra sigra í viðbót í fyrri hálfleik og munaði því aðeins tveim lotum þegar liðin skiptu um hliðar í hálfleik. Staðan í hálfleik: FH 5-7 Breiðablik FH-ingar hófu seinni hálfleik vel og sigruðu skammbyssulotuna ásamt annarri lotunni og jöfnuðu því leikinn í 7-7. Breiðablik, með Topaz og Viruz fremsta í flokki sigruðu svo allar lotur fram að sinni úrslitalotu, en þeir komu stöðunni í 7-12 áður en FH minnkuðu muninn í 9-12. Sigurlota Breiðabliks kom að lokum og tóku þeir því sigur í viðureigninni. Lokatölur: FH 9-13 Breiðablik. Breiðablik slítur sig því frá FH-ingum í miðjuslagnum á töflunni. FH eru enn í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en Young Prodigies og Breiðablik eru jöfn í 5-6. sæti eftir sigur Young Prodigies gegn ÍA í hinni viðureign kvöldsins. Blikar eru því aðeins tveimur stigum á eftir Ármanni, sem eiga þó leik til góða. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn
Leikurinn var spilaður á Nuke þar sem Blikar hófu leik í sókn gegn vörn FH-inga. FH-ingar tóku fyrstu lotu leiksins en Blikar voru ekki lengi að vakna. Næstu sjö lotur fóru til Breiðabliks og staðan því 1-7. FH náðu þó að takmarka skaðann inn í hálfleikinn, en TripleG, leikmaður FH leiddi lið sitt til fjögurra sigra í viðbót í fyrri hálfleik og munaði því aðeins tveim lotum þegar liðin skiptu um hliðar í hálfleik. Staðan í hálfleik: FH 5-7 Breiðablik FH-ingar hófu seinni hálfleik vel og sigruðu skammbyssulotuna ásamt annarri lotunni og jöfnuðu því leikinn í 7-7. Breiðablik, með Topaz og Viruz fremsta í flokki sigruðu svo allar lotur fram að sinni úrslitalotu, en þeir komu stöðunni í 7-12 áður en FH minnkuðu muninn í 9-12. Sigurlota Breiðabliks kom að lokum og tóku þeir því sigur í viðureigninni. Lokatölur: FH 9-13 Breiðablik. Breiðablik slítur sig því frá FH-ingum í miðjuslagnum á töflunni. FH eru enn í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en Young Prodigies og Breiðablik eru jöfn í 5-6. sæti eftir sigur Young Prodigies gegn ÍA í hinni viðureign kvöldsins. Blikar eru því aðeins tveimur stigum á eftir Ármanni, sem eiga þó leik til góða.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn