Lést viku eftir frumsýningu Útkalls: „Hann var svo þakklátur að fá að faðma bjargvættinn sinn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 07:00 Ingvi Hallgrímsson var einn af skipbrotsmönnunum á Dísarfelli, sem sökk á milli Íslands og Færeyja þann 9. mars 1997. Skjáskot „Í vikunni sem Ingvi lést hringdi hann í mig til að segja mér hvað honum fannst þátturinn koma vel út og hvað það hafði mikla þýðingu fyrir hann að hafa fengið óvænt að hitta Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra. „Bjargvætturinn minn,“ sagði hann hrærður þegar hann faðmaði Benna,“ segir Óttar Sveinsson, stjórnandi Útkallsþáttanna á Vísi. Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan: Útkall Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan:
Útkall Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira