Fótbolti

West Ham og Bournemouth skiptu stigunum á milli sín

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
James Ward-Prowse jafnaði metin fyrir West Ham úr vítaspyrnu.
James Ward-Prowse jafnaði metin fyrir West Ham úr vítaspyrnu. Vince Mignott/MB Media/Getty Images

West Ham og Bournemouth gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Það voru gestirnir í Bournemouth sem byrjuðu betur og Dominic Solanke kom liðinu yfir strax á þriðju mínútu. Hans tólfta mark á tímabilinu og útlitið gott fyrir Bournemouth.

Þetta reyndist reyndar eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

James Ward-Prowse jafnaði svo metin fyrir heimamenn á 61. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að Lloyd Kelly hafði brotið á Mohammed Kudus innan vítateigs.

Hvorugu liðinu tókst að skapa sér opið marktækifæri það sem eftir lifði leiks og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Bournemouth situr nú í 12. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 21 leik, tíu stigum á eftir West Ham sem var að gera sitt þriðja jafntefli í röð og situr í sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×