Alveg sama um hvaða liði kaupandi Arsenal-hússins haldi með Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 13:39 Í húsinu er að finna sérstakt herbergi tileinkað Arsenal. Frægt blátt hús við Aðalstræti 5 á Akureyri, sem hefur gjarnan verið kennt við enska fótboltaliðið Arsenal, er komið á sölu. Eignin er fjögurra herbergja sérhæð í steyptu tvíbýli og tæplega fimmtíu milljóna verðmiði er settur á það. Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal. Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal.
Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira