Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 13:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í Kryddsíldinni. Vísir/hulda margrét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn. Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009. Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009.
Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning