Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. febrúar 2024 12:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. „Við erum að fara að funda með almannavörnum um stöðuna í Grindavík. Það er búið að standa yfir mikil vinna í stjórnkerfinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir vinnuna hafa farið fram hjá almannavörnum, Veðurstofu, jarðvísindamönnum á sviði eldfjallafræði og stjórnkerfinu öllu. Verið sé að meta ástand innviða og mögulega þróun mála í Grindavík. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga vísindamennirnir von á nýjum eldsumbrotum á næstunni. Þannig að við erum að fara yfir forgangsröðun verkefna í dag, næstu daga og vikur í Grindavík.“ Allar sviðsmyndir teknar til greina Katrín segir að við gerð frumvarps um stuðning til handa Grindvíkingum sé reynt að líta til allra sviðsmynda. Meðal annars þeirrar að ekki verði hægt að búa áfram í Grindavík. „Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er að undirbúa þessa tillögur um að í raun og veru ráðast í uppgjör á öllu íbúðarhúsnæði í Grindavík,“ segir Katrín. Búið verði þannig um hnútana að Grindvíkingar geti komið sér upp varanlegu húsnæði annars staðar. „En líka þannig að þegar línur vonandi fara að skýrast, því auðvitað bindum við líka vonir við að þessari hrinu linni einhvern tímann, að það verði þá hægt að snúa aftur. Þannig að við erum að reyna að halda þessari heildarmynd í því frumvarpi sem við eigum von á að verði kynnt í næstu viku.“ Hún segir stjórnvöld eiga í samtali við banka og lífeyrissjóði um uppgjör vegna eigna í Grindavík. Það geti vonandi verið sameiginlegt verkefni ríkissjóðs, fjármálafyrirtækja og Náttúruhamfaratryggingar. Unnið að varnargörðum í áföngum Katrín segir liggja fyrir að haldið verði áfram að reisa varnargarða við Grindavík. Þeirri vinnu verði haldið áfram í áföngum. „Síðan er verið að kortleggja í raun og veru önnur svæði, það er að segja hvar þarf að ráðast í nánari greiningarvinnu til þess að geta undirbúið mögulega varnagarða í framtíðinni en þetta er núna stóra verkefnið, það er hvernig við göngum frá málum gagnvart Grindavík.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Við erum að fara að funda með almannavörnum um stöðuna í Grindavík. Það er búið að standa yfir mikil vinna í stjórnkerfinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir vinnuna hafa farið fram hjá almannavörnum, Veðurstofu, jarðvísindamönnum á sviði eldfjallafræði og stjórnkerfinu öllu. Verið sé að meta ástand innviða og mögulega þróun mála í Grindavík. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga vísindamennirnir von á nýjum eldsumbrotum á næstunni. Þannig að við erum að fara yfir forgangsröðun verkefna í dag, næstu daga og vikur í Grindavík.“ Allar sviðsmyndir teknar til greina Katrín segir að við gerð frumvarps um stuðning til handa Grindvíkingum sé reynt að líta til allra sviðsmynda. Meðal annars þeirrar að ekki verði hægt að búa áfram í Grindavík. „Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er að undirbúa þessa tillögur um að í raun og veru ráðast í uppgjör á öllu íbúðarhúsnæði í Grindavík,“ segir Katrín. Búið verði þannig um hnútana að Grindvíkingar geti komið sér upp varanlegu húsnæði annars staðar. „En líka þannig að þegar línur vonandi fara að skýrast, því auðvitað bindum við líka vonir við að þessari hrinu linni einhvern tímann, að það verði þá hægt að snúa aftur. Þannig að við erum að reyna að halda þessari heildarmynd í því frumvarpi sem við eigum von á að verði kynnt í næstu viku.“ Hún segir stjórnvöld eiga í samtali við banka og lífeyrissjóði um uppgjör vegna eigna í Grindavík. Það geti vonandi verið sameiginlegt verkefni ríkissjóðs, fjármálafyrirtækja og Náttúruhamfaratryggingar. Unnið að varnargörðum í áföngum Katrín segir liggja fyrir að haldið verði áfram að reisa varnargarða við Grindavík. Þeirri vinnu verði haldið áfram í áföngum. „Síðan er verið að kortleggja í raun og veru önnur svæði, það er að segja hvar þarf að ráðast í nánari greiningarvinnu til þess að geta undirbúið mögulega varnagarða í framtíðinni en þetta er núna stóra verkefnið, það er hvernig við göngum frá málum gagnvart Grindavík.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira