„Alltaf verið bil á milli greiningartækninnar og þeirra sem eru að svindla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 20:01 Birgir Sverrisson, framkvæmdstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Vísir/Arnar Mál ungrar skautakonu vakti töluverða athygli í vikunni en sú var dæmd í fjögurra ára keppnisbann þrátt fyrir að hafa verið aðeins 15 ára gömul þegar brotið átti sér stað. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir fá mál koma upp hér á landi og mikil áhersla sé lögð á fræðslu. Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sjá meira
Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sjá meira
„Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00