Fá að fara heim á sunnudag og mánudag vegna breytts hætttumats Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 00:29 Grindvíkingar fá að fara heim á sunnudag og mánudag. Vísir/Arnar Vegna aukinna líkna á eldgosi við Grindavík og styttri fyrirvara samkvæmt hættumatskorti Veðurstofu Íslands þá hafa almannavarnir ákveðið að Grindvíkingar fái aðgang að íbúðarhúsnæðum sínum fyrr, eða í sex klukkustundir á sunnudag og mánudag. Þetta segir í tilkynningu almannavarna. Að því loknu verði farið aftur í áður mótaða áætlun þar sem íbúar fáo vonandi lengri aðgang. Íbúar eru beðnir um að skrá sig aftur í gegnum rafrænt island.is. Skráningarfrestur er til klukkan 17 á morgun, laugardag og er nauðsynlegt að skrá sig vegna þessara tveggja daga. Þá segir að svæðishólfin séu áfram þau sömu en tímahólfin verða eftirfarandi: Sunnudagur kl 08:00 – 14:00:V1 – V4 – G2 – H1 – H5 – I2 – A2 - A3 – B1 Sunnudagur kl 15:00 – 21:00: G4 – V5 – L5 – H3 – H7 – I3 – S3 Mánudagur kl 08:00 – 14:00: V2 – L2 – G5 – L4 – H4 – I4 Mánudagur 15:00-21:00: L1 – V3 – G1 – H6 – I1 – H2 Hluti aðgerða muni fara fram eftir að myrkur skellur á og því hvetja almannavarnir fólk til að vera með höfuð- eða vasaljós ef ske kynni að rafmagnsbilun sé í þeirra svæðishólfi. Kort og svæðaskipting er hægt að sjá á þessu korti. Akstursfyrirkomulagi hefur verið breytt en aðkoma að Grindavík verður bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg en ekið er frá Grindavík um Grindavíkurveg. Þá þarf sérstaka heimild til notkuna á gámaflutningabifreiðum en ökutæki sem krefjast stærra meiraprófs eru leyfð. Fólki er sagt að keyra beint að húsi sínu og það eigi ekki að fara um bæinn. Víða séu opnir skurðir þar sem unnið er að viðgerðum og mikið af sprungum sem ekki er búið að loka en reynt hefur verið að girða af. Fólk sem ætlar að sækja lykla sína í slökkvistöðina er bent á að senda tölvupóst þess efnis á slokk@grindavik.is. Með því að senda tölvupóst sé hægt að koma í veg fyrir að bíða í röð eftir að fá lykilinn afhentan. Íbúar séu beðnir um að senda hvenær þeir komi ásamt heimilisfangi. Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu almannavarna. Að því loknu verði farið aftur í áður mótaða áætlun þar sem íbúar fáo vonandi lengri aðgang. Íbúar eru beðnir um að skrá sig aftur í gegnum rafrænt island.is. Skráningarfrestur er til klukkan 17 á morgun, laugardag og er nauðsynlegt að skrá sig vegna þessara tveggja daga. Þá segir að svæðishólfin séu áfram þau sömu en tímahólfin verða eftirfarandi: Sunnudagur kl 08:00 – 14:00:V1 – V4 – G2 – H1 – H5 – I2 – A2 - A3 – B1 Sunnudagur kl 15:00 – 21:00: G4 – V5 – L5 – H3 – H7 – I3 – S3 Mánudagur kl 08:00 – 14:00: V2 – L2 – G5 – L4 – H4 – I4 Mánudagur 15:00-21:00: L1 – V3 – G1 – H6 – I1 – H2 Hluti aðgerða muni fara fram eftir að myrkur skellur á og því hvetja almannavarnir fólk til að vera með höfuð- eða vasaljós ef ske kynni að rafmagnsbilun sé í þeirra svæðishólfi. Kort og svæðaskipting er hægt að sjá á þessu korti. Akstursfyrirkomulagi hefur verið breytt en aðkoma að Grindavík verður bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg en ekið er frá Grindavík um Grindavíkurveg. Þá þarf sérstaka heimild til notkuna á gámaflutningabifreiðum en ökutæki sem krefjast stærra meiraprófs eru leyfð. Fólki er sagt að keyra beint að húsi sínu og það eigi ekki að fara um bæinn. Víða séu opnir skurðir þar sem unnið er að viðgerðum og mikið af sprungum sem ekki er búið að loka en reynt hefur verið að girða af. Fólk sem ætlar að sækja lykla sína í slökkvistöðina er bent á að senda tölvupóst þess efnis á slokk@grindavik.is. Með því að senda tölvupóst sé hægt að koma í veg fyrir að bíða í röð eftir að fá lykilinn afhentan. Íbúar séu beðnir um að senda hvenær þeir komi ásamt heimilisfangi.
Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira