Frambjóðandi óskar eftir samskiptaskapara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2024 09:49 Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi. Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi og athafnakona, óskar eftir því að ráða samskiptaskapara fyrir framboð sitt, til sigurvegferðar. Þetta auglýsir Sigríður á tengslanetsvefnum Linkedin. Sigríður segist í samtali við Vísi ekki vera að leita að nýjum samskiptastjóra, um sé að ræða aðra stöðu. Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill sagði starfi sínu lausu sem samskiptastjóri Sigríðar í janúar. Hödd sagði í samtali við Vísi við tilefnið að þær Sigríður hefðu ekki séð verkefnið sömu augum. Sigríður Hrund tilkynnti forsetaframboð sitt þann 12. janúar síðastliðinn í afmælisveislu sinni á Kjarvalsstöðum. Hún sagði við tilefnið tíma kominn á það aftur að forseti yrði titluð „Frú forseti.“ Landsleikurinn hafinn Í auglýsingu sinni á Linkedin segir Sigríður að umsóknarfrestur sé til 10. febrúar næstkomandi. Hún spyr hvort viðkomandi tengi við ýmsa kosti. Nefnir hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá segir hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefnir hún fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þarf viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“ Sigríður Hrund birti starfsauglýsingu vegna starfsins. Frétt uppfærð kl. 10:39. Fram kom í upprunalegri útgáfu fréttarinnar að Sigríður væri án samskiptastjóra. Það hefur verið leiðrétt. Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Þetta auglýsir Sigríður á tengslanetsvefnum Linkedin. Sigríður segist í samtali við Vísi ekki vera að leita að nýjum samskiptastjóra, um sé að ræða aðra stöðu. Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill sagði starfi sínu lausu sem samskiptastjóri Sigríðar í janúar. Hödd sagði í samtali við Vísi við tilefnið að þær Sigríður hefðu ekki séð verkefnið sömu augum. Sigríður Hrund tilkynnti forsetaframboð sitt þann 12. janúar síðastliðinn í afmælisveislu sinni á Kjarvalsstöðum. Hún sagði við tilefnið tíma kominn á það aftur að forseti yrði titluð „Frú forseti.“ Landsleikurinn hafinn Í auglýsingu sinni á Linkedin segir Sigríður að umsóknarfrestur sé til 10. febrúar næstkomandi. Hún spyr hvort viðkomandi tengi við ýmsa kosti. Nefnir hún meðal annars kraft og taktfestu í verkefnum, sköpunargleði, óttaleysi eða hugrekki, tjáningarfrelsi, mildi og styrk. Þá segir hún það kost ef viðkomandi hafi í farteskinu framúrskarandi viðhorf með kímniblik í auga og nefnir hún fleira til. Einstaka lipurð í textagerð á íslensku sem og ensku, en ekki Chat GPT-4 og haldbært tengslanet sem hæfir verkefninu, eða færni um að skapa það hratt. Loks þarf viðkomandi að hafa grjót í maganum sem haggist ekki þó öldugangur aukist um stundarsakir. „Landsleikurinn er hafinn. Þú kemur inn á í næstu sókn, tekur boltann á lofti með annarri hendi, skoppar ekki oftar en tvisvar í gólfi, tekur hraðahlaup fram og – skorar. Áfram Ísland!“ Sigríður Hrund birti starfsauglýsingu vegna starfsins. Frétt uppfærð kl. 10:39. Fram kom í upprunalegri útgáfu fréttarinnar að Sigríður væri án samskiptastjóra. Það hefur verið leiðrétt.
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42