Óbólusett börn meðal útsettra Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. febrúar 2024 20:43 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hvetur foreldra útsettra óbólusettra barna til að þiggja bólusetningu við mislingum. Stöð 2 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður greindist með sjúkdóminn á landspítalanum í gær. Maðurinn fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“ Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“
Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira